Í febrúar 1925 gekk mikið óveður yfir Ísland - það mesta frá upphafi mælinga. Þök fuku, hlutar rifnuðu af húsum og hurfu út í buskann. Fimm manns urðu úti í fárviðrinu. Áhrif hamfaranna urðu þó mest á sjó, nánar tiltekið á Halamiðum á Vestfjörðum. Þar var fjöldi togara að veiðum og börðust áhafnir þeirra hetjulega við hamslaust veður. Sum skipanna náðu landi, önnur ekki. Alls drukknuðu 74 sjóme…
Í febrúar 1925 gekk mikið óveður yfir Ísland - það mesta frá upphafi mælinga. Þök fuku, hlutar rifnuðu af húsum og hurfu út í buskann. Fimm manns urðu úti í fárviðrinu. Áhrif hamfaranna urðu þó mest á sjó, nánar tiltekið á Halamiðum á Vestfjörðum. Þar var fjöldi togara að veiðum og börðust áhafnir þeirra hetjulega við hamslaust veður. Sum skipanna náðu landi, önnur ekki. Alls drukknuðu 74 sjómenn í Halaveðrinu mikla.
Hér leysir Steinar J. Lúðvíksson baráttu togarasjómanna við veðurofsann sem og hamförum á Íslandi og styðst m.a. við frásagnir þeirra er náðu heilir í höfn. Steinar gjörþekkir sjóslysasögu Íslands og er höfundur stórvirkisins Þrautgóðir á raunastund sem kom út í nítján bindum og naut mikilla vinsælda.
„Sagan um Halaveðrið er þægileg aflestrar, vönduð sagnfræði, og vandað til myndamála ... Hver setning er á réttum stað og framvindan í stílnum góð og spennandi.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Sigurður Bogi Sævarsson, Morgunblaðinu
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.