Saga Hannesar Þórs Halldórssonar leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvarðar er engri lík. Hannes lék sem atvinnumaður í knattspyrnu víða um lönd og var lykilmaður í sögulegum árangri karlalandsliðsins á EM 2016 og HM 2018. En leið Hannesar á toppinn var þyrnum stráð.
Á unglingsárum glímdi Hannes við erfið meiðsli, tæknileg færni hans var takmörkuð og hvað eftir annað hékk ferillinn á bláþ…
Saga Hannesar Þórs Halldórssonar leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvarðar er engri lík. Hannes lék sem atvinnumaður í knattspyrnu víða um lönd og var lykilmaður í sögulegum árangri karlalandsliðsins á EM 2016 og HM 2018. En leið Hannesar á toppinn var þyrnum stráð.
Á unglingsárum glímdi Hannes við erfið meiðsli, tæknileg færni hans var takmörkuð og hvað eftir annað hékk ferillinn á bláþræði. En Leiknisstrákurinn í skræpóttu markmannstreyjunni sigraðist á öllu mótlæti og stóð að lokum á stærsta sviði knattspyrnunnar andspænis sjálfum Lionel Messi.
Í bókinni fjallar Hannes einnig um störf sín í kvikmyndaiðnaðinum en hann hefur meðal annars leikstýrt bíómyndinni Leynilögga og sjónvarpsþáttaröðinni Iceguys.
Bókin er prýdd fjölda mynda sem margar hafa ekki komið áður fyrir almenningssjónir. Hannes Þór – handritið mitt er skemmtileg og fróðleg bók um það hvernig hægt er með seiglu og ódrepandi viljastyrk að ná markmiðum sínum.
„Skemmtileg bók ... mæli með fyrir alla að skella sér á þessa bók.“ Bjarni Helgason, Dagmál á mbl.is
„Lipurlega skrifuð, aðgengileg, vönduð og vel gerð í alla staði.“ DV
„Skyldulesning ... Mögnuð!“ Jón Jónsson
„Lestu þessa bók!“ Rúrik Gíslason
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.