Product image

Hjarta Íslands - Frá Hrísey til Fagradalsfjalls

Páll Stefánsson og Gunnsteinn Ólafsson

Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls er þriðji og síðasti hluti stórvirkis Gunnsteins Ólafssonar og Páls Stefánssonar um Ísland. Gunnsteinn fléttar hér saman náttúrulýsingum, sögu, þjóðtrú og bókmenntum og Páll Stefánsson ljósmyndari sýnir allar sínar bestu hliðar, bæði á jörðu niðri og úr lofti.

Fyrsta bindið fjallaði um perlur hálendisins, þá var farið um Vesturland, Vestfirði o…

Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls er þriðji og síðasti hluti stórvirkis Gunnsteins Ólafssonar og Páls Stefánssonar um Ísland. Gunnsteinn fléttar hér saman náttúrulýsingum, sögu, þjóðtrú og bókmenntum og Páll Stefánsson ljósmyndari sýnir allar sínar bestu hliðar, bæði á jörðu niðri og úr lofti.

Fyrsta bindið fjallaði um perlur hálendisins, þá var farið um Vesturland, Vestfirði og norður til Eyjafjarðar og nú er komið að Norðausturlandi, Austfjörðum og Suðurlandi, allt til jarðeldanna við Fagradalsfjall.
Gunnsteinn Ólafsson hefur um árabil verið leiðsögumaður fyrir ferðamenn um Ísland og Páll Stefánsson er einn af okkar fremstu ljósmyndurum.
Fyrri bækurnar tvær hafa hlotið mikið lof, Hjarta Íslands – Perlur hálendisins (2018) og Frá Eldey til Eyjafarðar (2020). Þriðja bindi Hjarta Íslands er sannkallaður kjörgripur, ómissandi öllum þeim sem unna náttúru, sögu og menningu Íslands.

Shop here

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.