Fiskars
Starfsfólk Fiskars í Finnlandi veit hversu mikilvægt er að nota góða hnífa við eldamennskuna. Þess vegna býður fyrirtækið uppá fjölbreytt úrval af góðum hnífum fyrir ýmisskonar matreiðslumenn; Allt frá hnífum til hversdagslegrar notkunar og til verðlaunahnífa fyrir landsliðskokka.
Norr hnífarnir frá Fiskars sameina klassíska skandinavíska hönnun og efni úr hæsta gæðaflokki…
Fiskars
Starfsfólk Fiskars í Finnlandi veit hversu mikilvægt er að nota góða hnífa við eldamennskuna. Þess vegna býður fyrirtækið uppá fjölbreytt úrval af góðum hnífum fyrir ýmisskonar matreiðslumenn; Allt frá hnífum til hversdagslegrar notkunar og til verðlaunahnífa fyrir landsliðskokka.
Norr hnífarnir frá Fiskars sameina klassíska skandinavíska hönnun og efni úr hæsta gæðaflokki. Hnífsblaðið er úr þýsku, ryðfríu hágæðastáli og handfangið er úr norskum Kebony við. Bæði efnin eru einstaklega endingargóð og falleg. Hnífarnir eru nauðsynleg eign fyrir yfirkokkinn á hverju heimili, en þeir eru FSC vottaðir.
Sögu Fiskars má rekja aftur til ársins 1649 þegar járnverksmiðja var stofnuð í smábænum Fiskars í Finnlandi, en í verksmiðjunni voru framleiddir, hnífar gafflar og skæri. Hin klassísku Fiskars skæri, þessi með appelsínugula haldinu, hafa verið seld í meira en milljarði eintaka frá árinu 1967.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.