Pixa 3 höfuðljósið frá Petzl er sterkbyggt og öflugt 100 lúmena ljós með nokkrum stillingarmöguleikum. Góður eiginleiki ljóssins er að birtan minnkar ekki samhliða því að hleðsla rafhlöðunnar minnkar. Hér hefur þú möguleikann á því að hafa báðar hendur lausar með því að hafa ljósið annað hvort á höfðinu með höfuðbandi, fest á öryggishjálm með smellu eða liggjandiá jörðinni með festingu sem fylg…
Pixa 3 höfuðljósið frá Petzl er sterkbyggt og öflugt 100 lúmena ljós með nokkrum stillingarmöguleikum. Góður eiginleiki ljóssins er að birtan minnkar ekki samhliða því að hleðsla rafhlöðunnar minnkar. Hér hefur þú möguleikann á því að hafa báðar hendur lausar með því að hafa ljósið annað hvort á höfðinu með höfuðbandi, fest á öryggishjálm með smellu eða liggjandiá jörðinni með festingu sem fylgir ljósinu og beint þvínákvæmlega á þann stað sem þú ert að vinna með. Tvær stillingar, sterkur geisli og veikur geisli. Veiki geislinn getur nýst þegar unnið er í nálægi við eitthvað og endurkast má ekki vera mikið. Það getur til dæmis verið rafvirki að vinna í rafmagnstöflu í þröngu rými. Blikkandi ljós gefur til kynna hvenær rafhlöður fara að tæmast. Kveikt er á ljósinu með snúningshnapp, sem er auðvelt að snúa með vinnuhönskum. Ljósið er sterkbyggt og þolir allt að tveggja metra fall. Það þolir einnig allt að 80 kg þrýsting. Þægileg höfuðteygja fylgir sem auðvelt er að þvo. Úr plasti sem þolir vel sterk efni. Þyngd: 160 g. Rafhlöður: 2 AA rafhlöður. Ljósið er vatnshelt upp að vissu marki og þolir að vera í grunnuvatni í allt að hálftíma. Ekki er þörf á viðhaldi eftir það.