Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.
Hárbeitt samtímasaga en um leið bráðfyndinn samfé…
Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.
Hárbeitt samtímasaga en um leið bráðfyndinn samfélagsspegill og geymir margslungnar og lifandi persónur.
Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. World Literature Today útnefndi bók hennar, Skjálfta, eina af 75 athyglisverðustu þýðingum ársins árið 2022.
„Yfirveguð og full af innsæi og hlýju. Auður að gera það sem hún gerir best.“ – Þorgeir Tryggvason, Kiljan
„Hreif mig með sér, Högni verður stórkostlega áhugaverð persóna.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljan
„Auður brýtur samtímann til mergjar.“ Egill Helgason, Kiljan
„Margslungið og djúpt skáldverk." Ágúst Borgþór Sverrisson, DV.is
„Aðdáunarverð tilraun til þess að skrifa flókna og breyska persónu ... átakanleg og sönn ...“ Kristín María Kristinsdóttir, Víðsjá
„Stórkostleg bók. ... Högni hélt mér alla leið og vel það. Frábær bók sem óhætt er að mæla með.“ Gullveig Teresa Sæmundsdóttir
„Bókin er dúndur góð. Frábærar pælingar um mikilvæg samtímamálefni. Alltaf að koma á óvart. Algjörlega ófyrirsjáanleg atburðarás. Dásamleg persónusköpun. Ég mun hugsa lengi um Högna. Auður Jonsdottir – til hamingju.“ Sirrý Arnardóttir
„Auður er feikilega flinkur höfundur og hún lýsir persónum sínum af hlýju og samkennd, nokkuð sem endurspeglar ekki endilega alltaf samtíma okkar. Auður skapar alveg einstakt ástand í bókum sínum sem maður hverfur inn í og fylgir manni svo í langan tíma að lestri loknum.“ Eiríkur Bergmann
„Næmi höfundar og snilldarleg frásagnaraðferð gera söguna ógleymanlega.“ Publishers Weekly (um Skjálfta)
„Skjálfti er óvægin og einstæð könnun á hæfileikum mannsins til að gleyma áföllum og krafti fyrirgefningar; heillandi sjónarhorn á þær ákvarðanir okkar, meðvitaðar og ómeðvitaðar, sem móta framtíðina.“ Elisabeth Rue, World Literature Today (Um Skjálfta)
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
„Konfekt og perla og nístandi falleg bók.“ Fréttablaðið (um Ósjálfrátt)
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.