Product image

Home Box Plus Hleðslustöð

Hleðslan


Home Box plus hleðslustöðin kemur með skjá og valmynd þar sem stilla má hámarks og lágmarks afl/straum. Þegar stöðin er í notkun má lesa af skjánum orkunotkun núverandi hleðslulotu. Einnig má nálgast upplýsingar um síðustu fimm lotur. Stöðin er fáanleg 22,2kW, 11kW og 7,4kW, með eða án fastrar snúru. Hægt er að velja um beina snúru eða gormasnúru. Stöð eða stöðvar má setja á vegg eða þar ti…


Home Box plus hleðslustöðin kemur með skjá og valmynd þar sem stilla má hámarks og lágmarks afl/straum. Þegar stöðin er í notkun má lesa af skjánum orkunotkun núverandi hleðslulotu. Einnig má nálgast upplýsingar um síðustu fimm lotur. Stöðin er fáanleg 22,2kW, 11kW og 7,4kW, með eða án fastrar snúru. Hægt er að velja um beina snúru eða gormasnúru. Stöð eða stöðvar má setja á vegg eða þar til gerðan stálfót.

Nánari upplýsingar:

Hleðsluaðferð 3 ( IEC61851 ).
Tengi af gerð 2 ( EC 62196 ).
Varnarflokkur (Earth leakage protection): AC 30mA, DC 6mA .
Hægt að fá aukasnúru með CEE tengi .
Gæði ytra byrðis: Polýkarbónat, ryk og vatnshel t (IP54) .
Ýtarlegar leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.
CE vottað.


- Endurgreiðsla á VSK

Til þess að hvetja til orkuskipta hafa stjórnvöld ákveðið að heimila endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum. Ennfremur fellur uppsetning þeirra undir „Allir Vinna“ átakið og má því einnig sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við uppsetningu (sjá nánar hér).

- Uppsetning

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af uppsetningunni

Við höfum á okkar snærum fagmenn með reynslu og þekkingu á uppsetningu heimahleðslustöðva. Hægt er að ganga frá kaupum á uppsetningu hér á síðunni . Að því loknu verður haft samband við þig innan 2 virkra daga og stöðin komin upp svo fljótt sem unnt er. Eftir eðli og umfangi verkefnisins getur einhver auka kostnaður fallið til við verkið. Rafverktakinn mun gera grein fyrir því fyrirfram svo ekkert komi á óvart.

Athugið að uppsetning hleðslustöðvar þarf að kaupa sér, hægt er að kaupa uppsetningu á hleðslustöð með því að smella Hér


Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert með einhverjar spurningar í síma 511-1116 eða hledslan@hledslan.is

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.