Í Hornauga segir Ásdís Halla Bragadóttir söguna af því sem gerðist þegar hún á fullorðinsárum stóð loks andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir hennar er. Án þess að draga nokkuð undan lýsir hún því hvernig hún missti stjórn á rás atburðanna með ófyrirséðum afleiðingum. Í kjölfarið einsetti hún sér að kynnast föðurfólki sínu betur og heillaðist fljótlega af…
Í Hornauga segir Ásdís Halla Bragadóttir söguna af því sem gerðist þegar hún á fullorðinsárum stóð loks andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir hennar er. Án þess að draga nokkuð undan lýsir hún því hvernig hún missti stjórn á rás atburðanna með ófyrirséðum afleiðingum. Í kjölfarið einsetti hún sér að kynnast föðurfólki sínu betur og heillaðist fljótlega af sögu formæðra sinna. Hún leitaði fanga í skjalasöfnum heima og erlendis, gróf upp áður óbirt einkabréf og umdeildar játningar. Í þessum stórmerkilegu konum fann hún hinn helminginn af sjálfri sér, í konum sem höfðu ýmsu áorkað en jafnframt misstigið sig illa og verið litnar hornauga.
„Mikið drama ... rígheldur ... stórkostlega vel skrifuð.“ Gísli Marteinn Baldursson, Vikan/Rúv
„Sennilega forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu þetta árið.“ Kolvinna Von Arnardóttir, Viljinn.is
„Flott.“ Sigurður G. Valgeirsson, Kiljunni
„Hugrökk.“ Kolbrún Bergþórsdóttir Kiljunni
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.