Fönnin huldi spor margra Íslendinga áður fyrr þegar menn fóru fótgangandi landshorna milli í misjöfnum veðrum. Í bókinni Hrólfs sögu rekur Iðunn Steinsdóttir sögu langafa síns, Hrólfs Hrólfssonar. Hann háði harða lífsbaráttu sem sveitarómagi og síðar vinnumaður í lok 19. aldar. Hrólfur hafði yndi af bókum og þráði að koma undir sig fótunum og búa konu sinni og börnum betra líf. En landlaus maður …
Fönnin huldi spor margra Íslendinga áður fyrr þegar menn fóru fótgangandi landshorna milli í misjöfnum veðrum. Í bókinni Hrólfs sögu rekur Iðunn Steinsdóttir sögu langafa síns, Hrólfs Hrólfssonar. Hann háði harða lífsbaráttu sem sveitarómagi og síðar vinnumaður í lok 19. aldar. Hrólfur hafði yndi af bókum og þráði að koma undir sig fótunum og búa konu sinni og börnum betra líf. En landlaus maður átti fárra kosta völ.