Product image

Hyckes Hycooler Life 40 kælibox

HYCKES

Ferðakælir með kælipressu. Það nýjasta á kæliboxa markaðnum og á viðráðanlegu verði. Hægt er að kæla eða frysta mat og drykk, óháð umhverfishita. Kæliboxið er sparneytið og er hægt að hafa það tengt mun lengur við rafkerfi bílsins, þegar hann er ekki í gangi, heldur en kælibox með kæliviftu án þess að eyða öllu rafmagninu útaf rafgeymi bílsins.

Kæliboxið er búið öflugri kælipressu. Kæliboxið…

Ferðakælir með kælipressu. Það nýjasta á kæliboxa markaðnum og á viðráðanlegu verði. Hægt er að kæla eða frysta mat og drykk, óháð umhverfishita. Kæliboxið er sparneytið og er hægt að hafa það tengt mun lengur við rafkerfi bílsins, þegar hann er ekki í gangi, heldur en kælibox með kæliviftu án þess að eyða öllu rafmagninu útaf rafgeymi bílsins.

Kæliboxið er búið öflugri kælipressu. Kæliboxið er búið ákveðnum rafeindabúnaði sem ákvarðar sjálfkrafa réttan hraða fyrir hámarks kælingu niður í -20°C. Rafeindabúnaðurinn er vistvænn og stýrir þannig hraða kælipressunar eftir þörfum og aðstæðum og nær þannig allt að 35% orkunýtni. Þessi eiginleiki nýtist hvað best á nóttunni til að draga úr óæskilegum hávaða og njóta ákjósanlegs nætursvefnis!

Auðvelt í notkun

Hægt er að stjórna kælinum á einfaldan hátt í gegnum stafræna stjórnborðið. Skjárinn er með hárri upplausn og sýnir núverandi hitastig, rafhlöðugetu o.fl.. Hægt er að hlaða farsíma í gegnum innbyggða USB hleðslutengið. Sæktu Hyckes appið í síma eða spjaldtölvu til að stjórna kæliboxinu úr fjarska. Forritið veitir þér aðgang með símanum að öllum aðgerðum kæliboxins í gegnum Bluetooth.
Lokið er opnanlegt frá báðum hliðum og þ.a.l. mjög gott aðgengi að kælivörum.

Heima og á ferðinni

Þetta kælibox hefur alltaf sömu kæligetu, óháð umhverfishita. Notaðu kæliboxið í bílnum á 12/24V, eða tengdu hann við innstungu með meðfylgjandi 230V millistykki.

Vistvænt kælikerfi

Kæliboxið er búið náttúrulegu kælikerfi sem er laus við skaðleg efni sem eyða ósonlaginu eða stuðla að gróðurhúsaáhrifum. Lægri þrýstingur dregur úr hávaða í kælikerfinu og sparar orkunotkun ásamt snjallstýrðri kælipressunni. Gott fyrir umhverfið og veskið.

Helsta virkni

  • Kæling og frysting niður í -20°C
  • Hentar fyrir 1,5L flöskur
  • Hægt að tengja við öll rafmagnstengi
  • Appstýring fyrir farsíma
  • Stafrænn skjár með USB hleðsluaðgerð
  • Rafhlöðuvarnarkerfi ökutækja

Tæknilýsing

  • Rými: 38 lítrar
  • Kæligerð: kælipressa
  • Þyngd: 12,5 kg
  • Hljóðstig: <45dB
  • Volt: 12/24V/230V
  • Orkunotkun við 12V: 1,2 Ah
  • Wött: 60W
  • Orkunotkun við 230V: 0,25kWh
  • Kælisvið: -20 til 20°C
  • Kælikerfi: R600a
  • Mál H x L x B: 44,2 x 60,8 x 36,5 cm

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.