Víkingaöldin var í hámarki þegar Ísland var numið um 870. Varla hefur landið verið spennandi staður fyrir víkinga: óbyggðir úr alfaraleið nyrst í hafi þar sem ekkert fémætt var að finna. Þegar landsmenn hófu að skrá sögu sína í byrjun 12. aldar var ekkert minnst á víkinga. En undir lok aldarinnar og á 13. öld er ekki þverfótað fyrir víkingum af fjölskrúðugasta tagi í sögubókum Íslendinga. Hverj…
Víkingaöldin var í hámarki þegar Ísland var numið um 870. Varla hefur landið verið spennandi staður fyrir víkinga: óbyggðir úr alfaraleið nyrst í hafi þar sem ekkert fémætt var að finna. Þegar landsmenn hófu að skrá sögu sína í byrjun 12. aldar var ekkert minnst á víkinga. En undir lok aldarinnar og á 13. öld er ekki þverfótað fyrir víkingum af fjölskrúðugasta tagi í sögubókum Íslendinga. Hverjir voru þessir víkingar og fyrir hvað eru þeir helst þekktir?
Í þessari skemmtilegu og upplýsandi bók leitar sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon svara við ýmsum ágengum spurningum um víkinga á Íslandi.
Bókin er 80 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir sá um kápuhönnun. Ísafoldarprentsmiðja prentaði.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.