Product image

ÍSLENSKA PLÖNTUHANDBÓKIN. BLÓMPLÖNTUR OG

Íslenska plöntuhandbókin er einhver vinsælasta handbók sinnar tegundar og birtist nú í nýjum búningi, ríkulega aukin og endurbætt. Fjallað er um 465 tegundir plantna, þar af margar sem hafa bæst við íslenska flóru á undanförnum árum. Lýst er sérkennum hverrar plöntu í gagnorðum texta; útliti hennar, stærð, blómgunartíma, umhverfi og útbreiðslu. Litmynd er af hverri tegund ásamt skýringarteikningu…
Íslenska plöntuhandbókin er einhver vinsælasta handbók sinnar tegundar og birtist nú í nýjum búningi, ríkulega aukin og endurbætt. Fjallað er um 465 tegundir plantna, þar af margar sem hafa bæst við íslenska flóru á undanförnum árum. Lýst er sérkennum hverrar plöntu í gagnorðum texta; útliti hennar, stærð, blómgunartíma, umhverfi og útbreiðslu. Litmynd er af hverri tegund ásamt skýringarteikningu og útbreiðslukorti sem byggt er á nýjustu upplýsingum. Við flokkun plantnanna eru notaðir sérstakir myndlyklar þar sem þeim er raðað eftir blómalit og öðrum áberandi einkennum, og einnig eru í bókinni gagnlegir efnislyklar. Allt þetta gerir að verkum að bókin nýtist almenningi vel til að þekkja sundur plöntur og fræðast um hina fjölbreyttu og fögru flóru landsins. Höfundurinn, Hörður Kristinsson, er doktor í grasafræði og hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskum plöntum. Hann var prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands 1977-1987 og síðar forstöðumaður Akureyrarseturs Náttúrufræðistofn - unar Íslands en hefur frá 1999 sinnt ýmsum sérfræðistörfum.

Shop here

  • Bóksala Stúdenta
    Bóksala stúdenta Háskólatorgi 570 0777 Sæmundargötu 4 Háskólatorg, 102 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.