Í þessari bók eru teknir fyrir allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar í herlendri og erlendri þjóðtrú og sagt hverju þeir tengdust.
Jafnframt er hér að finna vel á þriðja hundrað mynda, sem margar hverjar eru algjört listaverk, auk útbreiðslukorts hverrar tegundar fyrir sig. Hvaða fugl sóttust galdramenn eftir að komast í tæri við vegna sambands hans við þann í neðra? Hvað boðaði það…
Í þessari bók eru teknir fyrir allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar í herlendri og erlendri þjóðtrú og sagt hverju þeir tengdust.
Jafnframt er hér að finna vel á þriðja hundrað mynda, sem margar hverjar eru algjört listaverk, auk útbreiðslukorts hverrar tegundar fyrir sig. Hvaða fugl sóttust galdramenn eftir að komast í tæri við vegna sambands hans við þann í neðra? Hvað boðaði það á Horni í Sléttuhreppi ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti? Hvernig áttu hrafnarnir, sem áttu bústað í Heklu, að vera í útliti?
Já, þetta er bara brot af mörgu mögnuðu sem þessi einstaka bók geymir og glatt getur marga.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.