Ungu Diplodocus (Diplo) risaeðlurnar elska grasið sem vex í nágrenninu. Til að sigra spilið þarf þitt lið að borða meira gras en lið andstæðingsins… nema einhver fái hina ógurlega T. Rex til að éta risaeðlur andstæðingsins! Spilinu er stillt upp með því að raða saman fjórum spjöldum, setja fjórar risaeðlur af hvorum lit á eggjareitina sína, stokka gras-merklana og setja þá á grúfu á reitina 28 se…
Ungu Diplodocus (Diplo) risaeðlurnar elska grasið sem vex í nágrenninu. Til að sigra spilið þarf þitt lið að borða meira gras en lið andstæðingsins… nema einhver fái hina ógurlega T. Rex til að éta risaeðlur andstæðingsins! Spilinu er stillt upp með því að raða saman fjórum spjöldum, setja fjórar risaeðlur af hvorum lit á eggjareitina sína, stokka gras-merklana og setja þá á grúfu á reitina 28 sem ekkert er á. Þegar þú átt leik hefur þú um tvær aðgerðir að velja: Hreyfa risaeðlu í þínu liði eða hreyfa T. Rex. Leikmenn skiptast á að framkvæma tvær aðgerðir í senn, og mega gera sömu aðgerðina tvisvar — hvort sem hún felur í sér að hreyfa T. Rex eða ekki. Diplo hafa eitt markmið: Að borða gras. Það felur í sér að hreyfa sig í beinni línu eins langt og hún vill, þar til hún rekst á T. Rex, aðra Diplo eðlu, eða gras. Ef hún rekst á gras, þá máttu taka grasið og virkja strax það sem er á bakinu á merklinum: Fæðing nýrrar Diplo eðlu, T. Rex birtist á borðinu, Diplo hreyfing o.fl. T. Rex hefur aðeins eitt markmið: Að hræða Diplo eðlurnar í burtu. T. Rex hreyfir sig eftir sömu reglum og Diplo eðlurnar. Ef T. Rex rekst á Diplo, þá yfirtekur T. Rex plássið sem hin eðlan var í, og Diplo eðlunni er skilað aftur til andstæðingsins. Spilinu lýkur þegar ekkert gras er eftir á borðinu. Leikmaðurinn sem hefur borðað meira gras sigrar. Spilinu getur líka lokið þegar annar leikmaðurinn er ekki með neina Diplo eðlu í sínum lit á borðinu. https://youtu.be/shCuzW6BOmo