Product image

Kort - Lómur

Lómurinn er straumlínulagaður og svipaður frænda sínum, himbrimanum, en þó mun minni. Hann er gráleitur, dökkur að ofan en ljós að neðan, með langa, mjóa vængi. Á sumrin er hann grár á höfði og hálshliðum, langröndóttur á afturhálsi og með dumbrauða skellu á framhálsi. Grábrúnn að ofan, bringa, kviður og undirvængir hvít og síðurnar rákóttar. Á veturna er hann hvítur á höfði og hálsi nema með grá…
Lómurinn er straumlínulagaður og svipaður frænda sínum, himbrimanum, en þó mun minni. Hann er gráleitur, dökkur að ofan en ljós að neðan, með langa, mjóa vængi. Á sumrin er hann grár á höfði og hálshliðum, langröndóttur á afturhálsi og með dumbrauða skellu á framhálsi. Grábrúnn að ofan, bringa, kviður og undirvængir hvít og síðurnar rákóttar. Á veturna er hann hvítur á höfði og hálsi nema með gráan koll og afturháls, grár á baki með hvítum, smágerðum dílum og hvítur að neðan. Ungfugl er svipaður en brúnni og dekkri á baki, höfði og hálsi. Lómi svipar að flestu leyti til himbrima og er ófær til gangs eins og hann, ávallt auðgreindur frá honum á uppsveigðum, grönnum gogginum. Á flugi ber hann herðarnar eins og himbrimi og fæturnir skaga aftur fyrir stélið. Lómar sjást stakir eða í litlum hópum. Fuglavernd valdi lóminn sem fugl ársins 2017 .

Shop here

  • Fuglavernd
    Fuglavernd - Fuglaverndarfélag Íslands 562 0477 Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.