Product image

Langt að komnar

Ýmsir höfundar

Í bókinni Langt að komnar er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna frá Mið-Ameríkuríkjunum Gvatemale, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríku og Panama. Sögurnar veita innsýn í líf og aðstæður kvenna við árþúsundamót og þótt þær séu fjölbreyttar að efni og stíl hverfast þær flestar um samskipti kynjanna, stéttaskiptingu og valdatengsl. Sögupersónur verkanna…

Í bókinni Langt að komnar er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna frá Mið-Ameríkuríkjunum Gvatemale, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríku og Panama. Sögurnar veita innsýn í líf og aðstæður kvenna við árþúsundamót og þótt þær séu fjölbreyttar að efni og stíl hverfast þær flestar um samskipti kynjanna, stéttaskiptingu og valdatengsl. Sögupersónur verkanna eru í senn kunnuglegar og framandi í viðleitni sinni til að takast á við hversdagsleg álitamál. Þær ígrunda aðstæður sínar og varpa ljósi á samfélögin sem meitla þær.

Með skrifum sínum opna höfundarnir aðgang að sérstökum reynsluheimi sem ekki hefur áður koið fyrir augu íslenska lesenda. Safnritið sem hér fylgir má því skilja sem tilraun til brúarsmíði milli fjarlægra menningarheima og kynningu á athyglisverðum bókmenntaframlagi kvenna frá löndum Mið-Ameríku.

Shop here

  • Salka
    Salka bókabúð og útgáfa 776 2400 Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.