Ný bók um leiðsagnarnám er komin út!Bókinni er ætlað að gefa kennurum, sem vinna að þróun leiðsagnarnáms í grunnskólum, aðgang að hagnýtri leiðsögn sem stuðlar að árangursríku námi allra nemenda.Bókin skiptist í fimm hluta:Námsmenning: Trú nemenda á eigin getu og námsvitundAð deila námsmarkmiðum og árangursviðmiðumÁrangursríkar samræður sem stuðla að því að nemendur læri samanSífelld leit eftir s…
Ný bók um leiðsagnarnám er komin út!Bókinni er ætlað að gefa kennurum, sem vinna að þróun leiðsagnarnáms í grunnskólum, aðgang að hagnýtri leiðsögn sem stuðlar að árangursríku námi allra nemenda.Bókin skiptist í fimm hluta:Námsmenning: Trú nemenda á eigin getu og námsvitundAð deila námsmarkmiðum og árangursviðmiðumÁrangursríkar samræður sem stuðla að því að nemendur læri samanSífelld leit eftir skilningi nemendaEndurgjöf sem leggur áherslu á árangur og framfarirHöfundur og útgefandi er Nanna Kristín Christiansen, sem einnig er höfundur bókarinnar Leiðsagnarnám, hvers vegna, hvernig, hvað? Að hluta til er um sama efni að ræða en með nýju bókinni er aukin áhersla lögð á hagnýta leiðsögn og verkefni með tengingu við aðalnámskrá grunnskóla. Teikningar eru eftir Ásdísi Jónsdóttur.