Leikskólaföt 2 geymir úrval prjónauppskrifta fyrir leikskólakrakka. Áhersla er lögð á hlý og þægileg föt fyrir börn frá eins árs og upp að sex ára aldri.
Meðal efnis í bókinni eru uppskriftir að sokkum, húfum, vettlingum, hefðbundnum peysum og hettupeysu. Verk…
Leikskólaföt 2 geymir úrval prjónauppskrifta fyrir leikskólakrakka. Áhersla er lögð á hlý og þægileg föt fyrir börn frá eins árs og upp að sex ára aldri.
Meðal efnis í bókinni eru uppskriftir að sokkum, húfum, vettlingum, hefðbundnum peysum og hettupeysu. Verkefnin eru fjölbreytt, allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur til aðeins flóknari uppskrifta fyrir vant prjónafólk.
Eins og í fyrri bók Prjónafjelagsins, Leikskólafötum, er lögð áhersla á að hægt sé að velja um margs konar garn, bæði íslenskt og erlent, og er íslenska ullin oftast valkostur.
Höfundarnir eru reyndar prjónakonur sem hafa hannað og prjónað barnaflíkur í fjölmörg ár.
Leiðrétting á bls. 29
Leiðrétting á bls. 24.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.