Grípandi saga fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Söguhetjurnar, þrír tólf ára krakkar sem voru kynntir til sögunnar í bókinni Varið ykkur á Valahelli, komast aftur í hann krappan fjarri heimaslóðum. Á vegi þeirra verða skuggalegir ferðalangar og dularfullur drengur en spennan tekur völdin þegar fréttist að dýrmætur geislasteinn hefur horfið. Nú reynir á kjark og útsjónarsemi krakkanna.
Iðunn St…
Grípandi saga fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Söguhetjurnar, þrír tólf ára krakkar sem voru kynntir til sögunnar í bókinni Varið ykkur á Valahelli, komast aftur í hann krappan fjarri heimaslóðum. Á vegi þeirra verða skuggalegir ferðalangar og dularfullur drengur en spennan tekur völdin þegar fréttist að dýrmætur geislasteinn hefur horfið. Nú reynir á kjark og útsjónarsemi krakkanna.
Iðunn Steinsdóttir sannar hér enn á ný hve vel hún þekkir hugarheim barna. Bókin er skrifuð á léttu máli sem hentar öllum krökkum og ævintýraleg spenna helst frá upphafi til enda.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.