Í þessari fjölbreyttu og efnismiklu bók heldur Nathan Anthony, sem gert hefur garðinn frægan á samfélagsmiðlum undir heitinu Bored of Lunch, áfram að kenna áhugasömum að elda bragðgóðan og fyrirhafnarlítinn heimilismat í air fryer.
Hér er að finna fjölda uppskrifta að hversdagsréttum og máltíðum í anda vinsælla heimsendra rétta, svo sem fiski og frönskum, kjötbollum með marinara-sósu…
Í þessari fjölbreyttu og efnismiklu bók heldur Nathan Anthony, sem gert hefur garðinn frægan á samfélagsmiðlum undir heitinu Bored of Lunch, áfram að kenna áhugasömum að elda bragðgóðan og fyrirhafnarlítinn heimilismat í air fryer.
Hér er að finna fjölda uppskrifta að hversdagsréttum og máltíðum í anda vinsælla heimsendra rétta, svo sem fiski og frönskum, kjötbollum með marinara-sósu, stökksteiktum kjúklingi og matarmiklu nachos, auk uppskrifta að meðlæti, snarli og sætmeti, og það tekur í mesta lagi hálftíma að reiða fram kræsingarnar.
Matreiðslan er ekki bara fljótleg heldur eru loftsteiktir réttir hitaeiningasnauðari en gengur og gerist þannig að þeirra má njóta með góðri samvisku oft í viku. Heilsusamlegur og seðjandi matur fyrir alla fjölskylduna og uppskriftir sem spara tíma og fyrirhöfn.
Nanna Rögnvaldardóttir þýddi.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.