Það er fátt sem skemmir góðan útivistardag jafn hratt og ískaldar hendur. Level Alaska lúffurnar eru hannaðar fyrir þá sem gera ströngustu kröfur og ætla sér ekki að láta veðrið stoppa sig. Þetta eru einar hlýjustu lúffurnar frá Level, sérstaklega þróaðar fyrir miklar frosthörkur og krefjandi aðstæður. Með Thermoplus 5000 hitaflokkun halda þær höndunum heitum niður í allt…
Það er fátt sem skemmir góðan útivistardag jafn hratt og ískaldar hendur. Level Alaska lúffurnar eru hannaðar fyrir þá sem gera ströngustu kröfur og ætla sér ekki að láta veðrið stoppa sig. Þetta eru einar hlýjustu lúffurnar frá Level, sérstaklega þróaðar fyrir miklar frosthörkur og krefjandi aðstæður. Með Thermoplus 5000 hitaflokkun halda þær höndunum heitum niður í allt að -30°C, sem gerir þær að ómissandi búnaði í íslenskum vetri.
Galdurinn liggur í efninu, lúffurnar eru einangraðar með hágæða svissneskri ull sem heldur hita þótt hún blotni, og fóðraðar með mjúkri Merino ull sem dregur raka frá húðinni svo þér líði alltaf vel. GORE-TEX himna sér til þess að lúffurnar séu alveg vatns- og vindheldar en andi jafnframt vel. Lófinn er úr mjúku og sterku geitaskinni sem tryggir frábært grip á skíðastöfum og rennilás á ermahlutanum gerir það auðvelt að fella lúffuna ýmist innan eða utan yfir jakkann.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.