Listaverkaalmanak Landsamtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 2021 er komið út og prýða verk listamannsins Loja Höskuldssonar almanakið í ár.
Í myndlist sinni hefur Loji leitast við að kanna hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað útfrá mömmu sinni en hún er atvinnusaumakona og útsaumssnillingur. Í útsaumi hans er viðfangsefnið fengið úr hversdagsleikanum; sokkar sem þorna á þvottasnúrum, handklæðaofn í bændagistingu, plastpokar í illa hirtum runnum við þungar um- ferðagötur, plöntur, ávextir og hlutir sem finnast á heimilum.
Landssamtökin Þroskahjálp reiða sig nær alfarið á frjáls framlög og er almanakssala samtakanna stór þáttur í þeirri söfnun. Þegar þú kaupir almanak okkar hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks en almanakið er líka happdrættismiði. Á því er númer sem tryggir þér miða í listaverka pott Þroskahjálpar, en þangað hafa ótal listamenn gefið eftirprent af verkum sínum.