Í fyrstu ljóðabók sinni, Ísfrétt , sló Gerður Kristný einkennandi tón þar sem meitlað orðfæri og stuðlar minntu á forna bragarhætti. Knöpp erindi miðluðu sterkum tilfinningum ástar, haturs og söknuðar. Ljóðin hafa verið hryggjarstykkið í rithöfundarferli Gerðar og fyrir þau hefur hún hlotið margvíslegar viðurkenningar. Fyrir ljóðabálkinn Blóðhófni , þar sem efnið er sótt í Eddukvæ…
Í fyrstu ljóðabók sinni, Ísfrétt , sló Gerður Kristný einkennandi tón þar sem meitlað orðfæri og stuðlar minntu á forna bragarhætti. Knöpp erindi miðluðu sterkum tilfinningum ástar, haturs og söknuðar. Ljóðin hafa verið hryggjarstykkið í rithöfundarferli Gerðar og fyrir þau hefur hún hlotið margvíslegar viðurkenningar. Fyrir ljóðabálkinn Blóðhófni , þar sem efnið er sótt í Eddukvæðið Skírnismál, hlaut Gerður Kristný Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Ljóðasafnið geymir allar ljóðabækur Gerðar fram til 2014: Ísfrétt, Launkofa, Höggstað, Blóðhófni og Strandir en sumar þeirra hafa verið ófáanlegar árum saman.
Guðrún Nordal ritar formála.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.