Sumir fyrirlíta Maríu Magdalenu, aðrir hafa á henni miklar mætur og hafa jafnvel tekið hana í dýrlingatölu. En hver var María Magdalena? Hvers vegna hvílir svo mikill leyndardómur yfir sögu hennar og hvers vegna hafa svo margir augljóslega lagt mikið á sig til að hylja sporin sem hún markaði. Saga sögunnar um Maríu Magdalenu er á vissan hátt eins og perlufesti. Hver perla er ein saga, einn leyn…
Sumir fyrirlíta Maríu Magdalenu, aðrir hafa á henni miklar mætur og hafa jafnvel tekið hana í dýrlingatölu. En hver var María Magdalena? Hvers vegna hvílir svo mikill leyndardómur yfir sögu hennar og hvers vegna hafa svo margir augljóslega lagt mikið á sig til að hylja sporin sem hún markaði. Saga sögunnar um Maríu Magdalenu er á vissan hátt eins og perlufesti. Hver perla er ein saga, einn leyndardómur, eitt bréf eða eitt spor. En samhengið, festin sem perlurnar hanga á, er María Magdalena sjálf.
Í leiðangri Þórhalls Heimissonar er aðferðum leynilögreglusögunnar beitt til að leita sönnunargagna. Meðal annars er kafað í forn handrit sem ekki hafa komið út á íslensku, eins og Guðspjall Maríu, Filipusarguðspjall, Gullnu sögurnar, Nornahamarinn og fleiri. Ýmsum spurningum er svarað þó margar nýjar vakni eins og í bestu spennusögu. En niðurstaðan er sú að María Magdalena hafi markað dýpri spor en margan grunar.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.