Product image

Múmínálfarnir stórbók 2 - Minnningar múmínpabba, Örlaganóttin, Vetrarundur í Múmíndal

Tove Jansson

Minningar múmínpabba – Örlaganóttin – Vetrarundur í múmíndal

Allir þekkja múmínálfana, þessar stórskemmtilegu ævintýraverur sem hafa glatt ótal börn og fullorðna áratugum saman – í sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, bíómyndum og ekki síst bókum.

Sögurnar um múmínálfana eru sígildar perlur og þessi bók geymir þrjár þeirra. Hér birtist í fyrsta sinn á íslensku fjórða sagan í bókaflokkn…

Minningar múmínpabba – Örlaganóttin – Vetrarundur í múmíndal

Allir þekkja múmínálfana, þessar stórskemmtilegu ævintýraverur sem hafa glatt ótal börn og fullorðna áratugum saman – í sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, bíómyndum og ekki síst bókum.

Sögurnar um múmínálfana eru sígildar perlur og þessi bók geymir þrjár þeirra. Hér birtist í fyrsta sinn á íslensku fjórða sagan í bókaflokknum, Minningar múmínpabba , þar sem hann segir frá æskuárum sínum og frækilegum ævintýrum á sjó og landi. Einnig eru hér fimmta og sjötta sagan sem hafa lengi verið ófáanlegar. Þær eru Örlaganóttin , en þar þarf múmínfjölskyldan að yfirgefa heimili sitt og koma sér fyrir um tíma í gömlu leikhúsi, og Vetrarundur í múmíndal sem segir frá því þegar múmínsnáðinn vaknar óvænt úr vetrardvala og sér tilveruna í nýju ljósi.

Rithöfundurinn, listmálarinn og teiknarinn Tove Jansson skapaði múmínálfana. Hún gerði um þá teiknimyndasögur, leikrit, myndskreyttar barnabækur og skrifaði níu sögubækur. Þær koma nú allar út í réttri röð í veglegum stórbókum. Þórdís Gísladóttir þýddi Minningar múmínpabba . Steinunn Briem þýddi Örlaganóttina og Vetrarundur í múmíndal .

Shop here

  • Salka
    Salka bókabúð og útgáfa 776 2400 Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.