Product image

Nætursöngvarinn

Johanna Mo

Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð. Og það var nýr yfirmaður hennar í lögreglunni sem kom honum á bak við lás og slá sextán árum fyrr.

Joel sem er 15 ára gamall finnst myrtur á víðavangi. Hanna rannsakar málið, enda þótt móðir fórnarlambsins hafi eitt sinn verið besta vinkona hennar. Vinkona s…

Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð. Og það var nýr yfirmaður hennar í lögreglunni sem kom honum á bak við lás og slá sextán árum fyrr.

Joel sem er 15 ára gamall finnst myrtur á víðavangi. Hanna rannsakar málið, enda þótt móðir fórnarlambsins hafi eitt sinn verið besta vinkona hennar. Vinkona sem Hanna yfirgaf fyrir mörgum árum. En það eru ekki allir ánægðir með að dóttir Lars Dunckers sé snúin aftur og Hanna uppgötvar að það getur haft alvarlegar afleiðingar að grufla í fortíðinni.

Johanna Mo skapar hér magnaða glæpasögu þar sem leyndarmál voma yfir og samfélagið er langminnugt – og minni þess er miskunnarlaust.

Pétur Már Ólafsson þýddi.


Þessi bók er ávanabindandi. Frábær glæpaflétta og trúverðugar persónur leggja grunn að sögu sem er í senn kunnugleg og algjörlega einstök.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Adresseavisen, Noregi

Nætursöngvarinn er glæsilega skrifuð glæpasaga þar sem spennan eykst frá fyrstu síðu. Fléttan er skotheld og einstaklega vel hugsuð. Þetta er ein af þeim glæpasögum þar sem síðurnar fletta sér sjálfar og er ógjörningur að leggja frá sér. “ Litteratursiden, Danmörku

Höruspennandi uns hið tragíska mál er leyst.“ Westfalen-Blatt, Þýskalandi

Upphaf að seríu sem lofar hrikalega góðu.“ Dagens Nyheter, Svíþjóð

Shop here

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.