Living Naturally Soapnut Powder er gert úr lífrænum sápuhnetum og er notað sem þvottaefni(duft) eða sem hreinsir fyrir hár og húð.
Sápuhneturnar eru mikið notaðar í Indlandi bæði til þess að þvo föt en einnig til þess að þvo hár og losna við flösu. Sápuhneturnar eru áhrifamiklar en samt mildar á sama tíma. Þvotturinn mun verða ferskur og hreinn og einnig haldast bjartur og heill. Frá…
Living Naturally Soapnut Powder er gert úr lífrænum sápuhnetum og er notað sem þvottaefni(duft) eða sem hreinsir fyrir hár og húð.
Sápuhneturnar eru mikið notaðar í Indlandi bæði til þess að þvo föt en einnig til þess að þvo hár og losna við flösu. Sápuhneturnar eru áhrifamiklar en samt mildar á sama tíma. Þvotturinn mun verða ferskur og hreinn og einnig haldast bjartur og heill. Frábært fyrir öll efni og allar þvottavélar & mjög gott fyrir alla ofnæmispésa!
100% lífrænar þurrkaðar sápuhnetur (Sapindus Mukorossi).
Leiðbeiningar fylgja með.
Fyrir þvottinn
Setjið 1.msk af duftinu i taupoka og bindið vel fyrir.
Pokinn er settur í vélina með þvottinum og þrifið eins og þið venjulega gerið. Þegar búið er að þvo er æskilegt að fjarlægja allar sápuleifar úr pokanum og henda. Má fara með lífræna úrganginum.
Fyrir hár og húð
Duftið getur verið notað sem mildur hreinsir/skrúbbur fyrir húð og hársvörð þegar blandað er við vatn. Hægt að skrúbba andlit, líkama og hár til að hreinsa og taka dauðar húðfrumur og fá þannig heilbrigðari húð og hár.
NOTKUN: Blandið saman jafn mikið af soapnut powder og vökva þangað til að blandan verður lík jógúrti. Nuddið í hárið og hársvörðinn, skolið vel úr og þurrkið eins og venjulega.
+ RÁÐLAGÐUR VÖKVI +
VENJULEG HÚÐ/HÁR: Vatn / blómavatn / kókosmjólk / aloe vera safi / eplaedik / jógúrt (vegan eða annað) / nokkrir dropar af Botanic Hair Oil (eða önnur olía - avocado, möndlu, hamp, kókos).
FEIT HÚÐ/HÁR: Sítrus blómavatn / eplaedik / vatn með sítrónu / jógúrt (vegan eða annað).
ÞURRT HÁR/HÚÐ: Kókosmjólk / jógúrt (vegan eða annað) / aloe vera safi / nokkrir dropar af Botanic Hair Oil (eða önnur olía - avocado, möndlu, hamp, kókos).
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.