Product image

Party Bowl

Fjölskylduvænt partíspil sem hentar fyrir alls kyns samkomur. Hannað fyrir 12 ára og eldri og getur verið eins glannalegt (eða ekki) og þið viljið. Svona fer skálin af stað: 3 umferðir, 2 lið, og 1 partýskál! Þið notið stikkorða-spilin til að láta ykkur detta í hug fullt af orðum eða setningum til að skrifa á blað og setja í skálina. Liðin tvö keppa svo um að giska betur en hitt í þremur umferðum…
Fjölskylduvænt partíspil sem hentar fyrir alls kyns samkomur. Hannað fyrir 12 ára og eldri og getur verið eins glannalegt (eða ekki) og þið viljið. Svona fer skálin af stað: 3 umferðir, 2 lið, og 1 partýskál! Þið notið stikkorða-spilin til að láta ykkur detta í hug fullt af orðum eða setningum til að skrifa á blað og setja í skálina. Liðin tvö keppa svo um að giska betur en hitt í þremur umferðum þar sem pressan eykst eftir sem á líður. Spilið er hannað af snillingunum sem hönnuðu What do you Meme . Liðin skiptast á að draga orð úr skálinni og þurfa að lýsa því sem á þeim stendur, án þess að segja orðin sem þar eru, á meðan liðsmenn reyna að giska á orðið. Svo eru öll orðin sett aftur í skálina. Önnur umferð er alveg eins, nema að núna þarf að teikna orðin. Í þriðju umferð má aðeins leika það! Í kassanum eru 90 stikkorða-spil, 1 skál, 200 blöð til að skrifa á, 60 sekúnda teljari og 6 blýantar.

Shop here

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.