Product image

Páskabröns

Það er alltaf vinsælt að bjóða í dögurð eða bröns. Fjölskyldur og vinir geta þá komið saman þegar allir, börnin líka, eru upplagðir og hressir. Á þessu námskeiði matreiðum við spennandi og sumarlega rétti sem henta vel í bröns. Við förum í smá heimshornaflakk og tökum það besta frá hverju landi. Við fáum okkur mímósu, sem er ávaxtasafi blandaður kampavíni, lærum að gera egg benedicte með ekta hol…
Það er alltaf vinsælt að bjóða í dögurð eða bröns. Fjölskyldur og vinir geta þá komið saman þegar allir, börnin líka, eru upplagðir og hressir. Á þessu námskeiði matreiðum við spennandi og sumarlega rétti sem henta vel í bröns. Við förum í smá heimshornaflakk og tökum það besta frá hverju landi. Við fáum okkur mímósu, sem er ávaxtasafi blandaður kampavíni, lærum að gera egg benedicte með ekta hollandaise sósu, fullkomnar og undurléttar breskar skonsur með graslauk og lax,  skemmtilega útgáfu af  ítölskum rétt sem heitir vitello tonnato, eða kálfakjöt með túnfisksósu en notum kalkúnabringu í staðinn og ýmislegt annað spennandi. Í eftirrétt lærum við að útbúa ekta franska sítrónuböku með sykurgljáðum marens. Uppskriftirnar eru flestar nokkuð einfaldar og reynt að haga matseðli þannig að hægt sé að gera matinn að einhverju leyti fyrirfram og að maturinn sé fallegur og góður.

Shop here

  • Salt eldhús
    Salt eldhús 551 0171 Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.