Product image

Passíusálmar

Hallgrímur Pétursson

Passíusálmarnir hafa um aldir verið Íslendingum hugstæðir og umfram allt um föstutímann. Margir grípa til þeirra til að lesa og hugleiða þann sterka trúarboðskap og auðgi máls sem þar er að finna. Við útgáfuna er farið eftir 70. og 71. prentunum sálmanna frá 1977 og 1987, sem Helgi Skúli Kjartansson, sagnfæðingur, annaðist. Útgáfan er örlítið löguð að nútímastafsetningu. T.d. er fækkað kommum o…

Passíusálmarnir hafa um aldir verið Íslendingum hugstæðir og umfram allt um föstutímann. Margir grípa til þeirra til að lesa og hugleiða þann sterka trúarboðskap og auðgi máls sem þar er að finna. Við útgáfuna er farið eftir 70. og 71. prentunum sálmanna frá 1977 og 1987, sem Helgi Skúli Kjartansson, sagnfæðingur, annaðist. Útgáfan er örlítið löguð að nútímastafsetningu. T.d. er fækkað kommum og ritað s í stað z. Að öðru leyti er hinn forni ritháttur látinn halda sér eins og verið hefur. 1. sálmur Um herrans Kristí útgang í grasgarðinn 1. Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til. Herrans pínu ég minnast vil. 2. Sankti Páll skipar skyldu þá, skulum vér allir jörðu á kunngjöra þá kvöl og dapran deyð, sem drottinn fyrir oss auma leið. 3. Ljúfan Jesúm til lausnar mér langaði víst að deyja hér. Mig skyldi og lysta að minnast þess mínum drottni til þakklætis.

Shop here

  • Salka
    Salka bókabúð og útgáfa 776 2400 Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.