Trefjar eru mikilvægar heilbrigðri meltingu þar sem þær stuðla að því að hesturinn tyggi. Þegar hestur tyggur myndast munnvatn sem inniheldur bí-karbónat sem hefur hlutleysandi áhrif á sýrur. Þetta er mikilvægt til að hlutleysa áhrif sýra í efri hluta magans. Þessu til viðbótar inniheldur Pavo GastricEase kalkþörunga (AveMix® Calitho) sem hefur enn meiri og langvarandi áhrif til hlutleys…
Trefjar eru mikilvægar heilbrigðri meltingu þar sem þær stuðla að því að hesturinn tyggi. Þegar hestur tyggur myndast munnvatn sem inniheldur bí-karbónat sem hefur hlutleysandi áhrif á sýrur. Þetta er mikilvægt til að hlutleysa áhrif sýra í efri hluta magans. Þessu til viðbótar inniheldur Pavo GastricEase kalkþörunga (AveMix® Calitho) sem hefur enn meiri og langvarandi áhrif til hlutleysingar.
Aðrir mikilvægir innihaldsþættir eru sykursnautt sykurrófuhrat og eplahrat sem innihalda hátt hlutfall pektína. Pektín styður ekki aðeins við vöxt góðgerla í meltingarveginum, heldur myndar það líka hlaupkennt slím sem myndar varnarlag sem ver magavegginn fyrir skaðlegri sýru.
Í fóðrinu er macleaya þykkni (Sangrovit®), efni sem hefur vel þekkta virkni til streituminnkunar. Minni streita getur aukið viðnám magaveggjarins gegn skaðlegum áhrifum magasýra.
GastricEase er lágt í sykri og sterkju sem dregur úr sýrumyndun í maga hesta, sem er enn annar þátturinn í þeim stuðningi sem fóðrið veitir hestum með viðkvæman maga.
Pavo GastricEase inniheldur bæði góðgerla sem og góðgerlabætandi þætti sem koma stöðugleika á iðraflóruna og auka meltingu trefja. Í fóðrinu er að finna Yea-Sacc® góðgerla.
Fóðrið er samsett fyrir hesta í léttri vinnu. Það inniheldur vel samsetta blöndu steinefna, vítamína og nauðsynlegra snefilefna. Ekki er því þörf á frekari kjarnfóður- eða steinefnaviðbót.
Samsetning: Refasmári, hrísklíð (þrýstihitameðhöndlað), eplahrat, sykurrófuhrat (< 8% sykur), hörfræ, sojaolía, kalkþörungar (Avemix Calitho), lignósellulósi, sólblómafræ, reyrmelassi, mónókalsíumfosfat, þaninn maís, þurrkuð epli, þurrkaðar rauðrófur, gulrótarflögur, ertuhýði, Macleaya þykkni, jurtablanda, hveitifóður, kaffifífill, sólblómafræmjöl, ger (Yea Sacc), repjuolía, hörfræolía, natríumklóríð (salt).
Greiningarþættir á kg fóðurs: Meltanleg orka 10 MJ, breytiorka 8,5 MJ, kalsíum 2,4%, hráaska 12,7%, hráfita 9,7%, hrátréni 21,2%, hráprótein 11,1%, magnesíum 0,32%, fosfór 0,79%, natríum 0,11%, sterkja 6%, sykur 4%.
Aukefni á kg fóðurs:
Vítamín:
D-bíótín 3.340 mcg, fólínsýra 2,5 mg, níasínamíð 33 mg, pantóþensýra 22 mg, A-vítamín 10.020 AE, B1-vítamín 24 mg, B2-vítamín 16 mg, B6-vítamín 13 mg, D3-vítamín 2.672 AE, E-vítamín 508 AE, K3-vítamín 4 mg.
Snefilefni
: Kopar (3b405) 60 mg, joð (3b202) 0,7 mg, járn (3b103) 145 mg, mangan (3b503) 126 mg, selen (3b801) 1,09 mg, sink (3b605) 249 mg, Yea-Sacc ger (Saccharomyces cerevisiae CBS 493.94) 1.6 10^9 CFU.
15 kg í poka
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.