Product image

Pavo MuscleCare

Pavo Muscle Care styður við aukið þol og úthald hestsins við hámarksþjálfunarálag. Pavo Muscle Care inniheldur ekki hveiti og er þ.a.l. glútensnautt.

Pavo MuscleCare er samsett fyrir hesta sem eru viðkvæmir fyrir að fá harðsperrur eftir æfingar eða verða fyrir vöðvaniðurbroti eftir langvarandi þjálfun.

Pavo MuscleCare er fóðurbætir fyrir hesta, sem inniheldur náttúruleg CellProte…

Pavo Muscle Care styður við aukið þol og úthald hestsins við hámarksþjálfunarálag. Pavo Muscle Care inniheldur ekki hveiti og er þ.a.l. glútensnautt.

Pavo MuscleCare er samsett fyrir hesta sem eru viðkvæmir fyrir að fá harðsperrur eftir æfingar eða verða fyrir vöðvaniðurbroti eftir langvarandi þjálfun.

Pavo MuscleCare er fóðurbætir fyrir hesta, sem inniheldur náttúruleg CellProtect andoxunarefni ásamt beta-alaníni (doping frítt). Beta-alanín er amínósýra sem er byggingareining karnósíns. Beta-alanín styður við endurheimtargetu vöðva gegn mjólkursýru. Með því að bæta beta-alaníni í fóðrið myndar líkami hestsins meira karnósín sem hægir á sýrumyndun í vöðvum.

Mikilvægir eiginleikar

  • Losar um stífleika og eymsli í vöðvum eftir æfingar.
  • Hraðar niðurbroti og útlosun úrgangsefna
  • Inniheldur beta-alanín og náttúrulegt E-vítamín.

Hvenær hentar Pavo MuscleCare?

  • Tilvalið fyrir keppnishesta á öllum stigum
  • Fyrir hesta sem eru gjarnir á að fá harðsperrur eða eiga við önnur vöðvavandamál að stríða
  • Fyrir hesta sem eru undir miklu vöðvaálagi
  • Fyrir hesta sem eru þjálfaðir óreglulega

Ráðlagður skammtur/dag fyrir hest pr. hver 100 kg af lífþunga:
16,7 g/dag.
Skammtur fyrir 300 kg hest er þá 50 gr/dag.

Innihald: Refasmári, kalsíumkarbónat, sojamjöl (ristað), rúgklíð, sojaolía, sítrushrat, dextrósi.

Greiningarþættir: Hráprótein 32,0%, hráfita 2,5%, hrátréni 13,3%, hráaska 8,5%, kalsíum 0,9%, fosfór 0,4%, natríum 1,3%.
Aukefni (pr. kg):
Vítamín: E-vítamín (3a700; RRR-alfa-tókóferýlasetat) 6.000 ae*, B6-vítamín (3a831) 120 mg, C-vítamín (3a312) 1.000 mg, kólín (3a890) 620 mg, fólínsýra (3a316) 120 mg.
Amínósýrur: ß -Alanine (2b17001) 250 g.

*=Ígildi 6.000 ae E-vítamíns eru lögð til með blöndu af RRR alfa-tókóferýlasetat (3.000 AE) og Trouw AO mix sem komið getur í stað andoxunareiginleika E-vítamíns.

3 kg fötur.

Shop here

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Multiple locations

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.