Product image

Pavo WeightLift

Pavo WeightLift er gróffóður á kögglaformi fyrir magra, holdgranna eða eldri hesta til að bæta holdafar og ástand.

Sumum hestum reynist erfitt að viðhalda góðu holdstigi og ástandi: þeir tapa þyngd og vöðvamassi minnkar. Meiri kjarnfóðurgjöf er oft ekki svarið. Pavo WeightLift er laust við kornvöru, melassa, soja og sykurrófuhrat, en auðugt af trefjum og próteini til að styðja við heil…

Pavo WeightLift er gróffóður á kögglaformi fyrir magra, holdgranna eða eldri hesta til að bæta holdafar og ástand.

Sumum hestum reynist erfitt að viðhalda góðu holdstigi og ástandi: þeir tapa þyngd og vöðvamassi minnkar. Meiri kjarnfóðurgjöf er oft ekki svarið. Pavo WeightLift er laust við kornvöru, melassa, soja og sykurrófuhrat, en auðugt af trefjum og próteini til að styðja við heilbrigða þyngdaraukningu. Pavo WeightLift hefur þann góða kost að hægt er að gefa það bæði þurrt og uppbleytt.

Í fullkomnu ástandi

Fóðrið inniheldur mikið af nauðsynlegum amínósýrum og omega-3 og omega-6 fitusýrum, sem leggur hestum til mikilvægustu byggingareiningar þyngdaraukningar og vöðvamassa. Ásamt gæðapróteini úr refasmára (alfalfa) og orkuinnihaldi úr náttúrulegu hrísgrjónahýði, munu þessir þættir styðja við bætt ástand hestsins. Hrísgrjónahýði og hörfræolía styðja einnig við glansandi feld. Þar sem sykurinnihald í Pavo WeightLift er lágt er í lagi að gefa það hestum með hófsperru, EMS og insúlínóreglu.

Hestar sem eru viðkvæmir fyrir sykri og sterkju

Hestum sem eru næmir fyrir sterkju og sykri í háum styrk fer fjölgandi. Þegar hestar leggja af og léttast um of getur Pavo WeightLift stutt við þyngdaraukningu, án þess að koma óreglu á glúkósaefnaskipti, vöðvaefnaskipti eða meltingarkerfi. Pavo WeightLift er laust við hefðbundna kornvöru (sterkjan í Pavo WeightLift er úr hrísgrjónahýði (rice bran)). Sterkja úr hrísgrjónahýði meltist yfir lengri tíma og hefur þar af leiðandi minni áhrif á blóðsykursveiflu samanborið við sterkju úr öðru korni. Hrísgrjónahýði er álitið afar góð uppspretta orku til þyngdaraukningar.

Styður við heilbrigða meltingu

Pavo WeightLift er á formi smárra köggla sem eru trefjaríkir, aðallega vegna hás refasmárainnihalds (alfalfa). Hátt trefjainnihald styður almennt við heilbrigða meltingu en tryggir einnig lengri tyggitíma og munnvatnsmyndun, en munnvatn er náttúrulegur sýrustigsjafni (buffer) fyrir magasýrur. Að auki inniheldur fóðrið ölger sem hefur jákvæð áhrif á iðraflóruna.

Uppástunga: bættu steinefnagjafa eða kjarnfóðri við dagsskammtinn til að leggja til nauðsynleg vítamín og snefilefni.

Lykileiginleikar:

  • Gróffóðurkögglar til að gefa þurra eða uppbleytta
  • Án korns, melassa eða annars viðbætts sykurs
  • Styðja við heilbrigða meltingu
  • Lágir í sykri og sterkju
  • Auðugir af amínósýrum (próteini)
  • Án soja og GMO hráefna
  • Ca:P hlutfall í jafnvægi

Hentar:

  • mögrum og holdgrönnum hestum
  • eldri hestum
  • til að styðja við hesta eftir veikindi
  • hestum með efnaskiptasjúkdóma á borð við PSSM, PPID, hófsperru, magavandamál
  • hestum sem eiga að vera á korn-fríu fóðri að ráði dýralæknis/fóðurráðgjafa

Fóðrunarleiðbeiningar:

  • Má gefa þurrt eða uppbleytt. Uppbleytt: blandið 1 hluta WeightLift við 2 hluta vatns (volgt). Látið draga í sig vatnið í 10 mínútur fyrir gjöf.
  • Daglegur skammtur m.v. 300 kg þunga: Magur hestur 0,5kg; Horaður hestur 0,75 kg; Mjög horaður hestur 1,2 kg.
  • Ein Pavo fóðurskófla af WeightLift inniheldur um 0,9 kg.

Samsetning: Refasmári (alfalfa), hrísgrjónaklíð (gufuþrýstimeðhöndlað), hörfræhrat, ölger, hörfræolía, kalsíumkarbónat, magnesíumoxíð.

Greiningarþættir: Kalsíum 0,9%, hráaska 13%, hráfita 4,5%, hrátrefjar 13%, hráprótein 15%, magnesíum 0,61%, fosfór 0,72%, kalí 1,24%, natríum 0,13%, sterkja 12%, sykur 3,5%.

Fæst í 20 kg poka.

Shop here

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Multiple locations

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.