Product image

Pharaon

Þú ert eitt barna Faraósins. Eins og bræður þínir og systur munt þú eyða stórum parti af lífi þínu í að undirbúa þig fyrir ferðalagið til Lífsins eftir dauðann. Stuðningur hliðhollra í konungsfjölskyldunni, og hæfileikaríkra handverksmanna, bygging stórkostlegrar grafhvelfingar, og fórnir til guðanna eru þín helstu verkefni. En guðirnir horfa til þín og þú þarft að gera þitt besta til að uppfylla…
Þú ert eitt barna Faraósins. Eins og bræður þínir og systur munt þú eyða stórum parti af lífi þínu í að undirbúa þig fyrir ferðalagið til Lífsins eftir dauðann. Stuðningur hliðhollra í konungsfjölskyldunni, og hæfileikaríkra handverksmanna, bygging stórkostlegrar grafhvelfingar, og fórnir til guðanna eru þín helstu verkefni. En guðirnir horfa til þín og þú þarft að gera þitt besta til að uppfylla kröfur þeirra. Allar þínar gjörðir verða dæmdar og viktaðar til móts við hjarta þitt. Pharaon er spil sem blandar saman afurðastjórnun og vinnumanna-aðgerðum með einu gangverki, þökk sé Aðgerðahjólinu. Það er í miðju leikborðinu, umkringt 5 svæðum sem tákna aðgerðirnar 5 í spilinu. Í hverri umferð sýnir hjólið hvaða afurðum þarf að eyða til að fá að gera viðkomandi aðgerð. Þar sem hjólið snýst frá einum hluta til annars í gegnum umferðirnar, þá breytist þessi hluti í spilinu. Það þýðir að leikmenn þurfa að plana aðgerðir sínar, og gera ráð fyrir hráefnum sem gætu verið nauðsynlegar í næstu umferð. En það er takmarkað pláss á hjólinu, svo þú þarft að fylgjast grannt með andstæðingum þínum, afurðum þeirra og reyna að sjá fyrir hvað þau ætla að gera. https://youtu.be/czM9DdCLn8o

Shop here

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.