Product image

Ráðgjöf og hönnun fyrir lítil fjölbýli og fyrirtæki

Hleðslan

Uppbygging hleðsluaðstöðu er fjárfesting sem flest fjölbýli landsins munu ráðast í á næstunni. Það eru gömul sannindi og ný að lengi býr að fyrstu gerð. Mikilvægt er að byggja upp þá aðstöðu sem þarf og hentar. Um leið verður að tryggja að húsfélagið skuldbindi íbúana ekki til að greiða fyrir þjónustu sem óþörf er eða binda fé í uppbyggingu sem nýtist seint og illa.

Ábyrgð fylgir stjórnarse…

Uppbygging hleðsluaðstöðu er fjárfesting sem flest fjölbýli landsins munu ráðast í á næstunni. Það eru gömul sannindi og ný að lengi býr að fyrstu gerð. Mikilvægt er að byggja upp þá aðstöðu sem þarf og hentar. Um leið verður að tryggja að húsfélagið skuldbindi íbúana ekki til að greiða fyrir þjónustu sem óþörf er eða binda fé í uppbyggingu sem nýtist seint og illa.

Ábyrgð fylgir stjórnarsetu, hvort heldur er í fyrirtæki eða húsfélagi og ávallt nauðsynlegt að byggja ákvarðanir á traustum grunni. Aðkoma sérfræðings að útfærslu, hönnun og vali á búnaði getur því marg-borgað sig. Ráðgjöf er skilað í skýrsluformi og inniheldur að lágmarki:

  1. Skoðun á aðstæðum og samtal við tengilið.
  2. Mat á þörf á stærri heimtaug.
  3. Rökstutt val á hentugri hleðslulausn.
  4. Hvernig staðið skal að aðgangsstýringu.
  5. Hvernig staðið skal að uppgjöri við notendur.
  6. Drög að kostnaðaráætlun með áhættumati.
  7. Forhönnun á völdu kerfi ásamt drögum að raflagnauppdrætti
  8. Svör við spurningum svo sem vegna tæknilegrar getu (OCPP), samkeppnissjónarmiða og virkni til framtíðar.

Þegar ráðgjöf hefur verið keypt verður haft samband við tengilið húsfélagsins og heimsókn skipulögð.

Sama hvert framhald málsins er fær húsfélagið/fyrirtækið því í hendur gögn sem nauðsynleg eru til að taka vandaða og upplýsta ákvörðun um framhaldið. Velji húsfélag/fyrirtæki sem keypt hefur ráðgjöf að ráðast í uppsetningu lausnar frá hleðslunni verður 20% afsláttur veittur af skýrslunni.

4 5 6 7 8 9 10 11 12

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.