Product image

RISOPRENT námskeið - A3 veggspjald

Farvi

Kynnstu töfraheimi RISO í vinnubúðum Farva! Settu saman veggspjald, prentum það saman og þú tekur með heim 10 stykki af A3 plakati í tveimur litum. Engar tölvur - bara þú, hendur þínar og hugur sem sleppa sköpunarkraftinum lausum.

Vinnubúðirnar:

- Stutt kynning á riso og vinnsluaðferðum við tveggja lita analog prent.

- Þú setur saman þitt A3 veggspjald með 'collage-aðferð' og nota…

Kynnstu töfraheimi RISO í vinnubúðum Farva! Settu saman veggspjald, prentum það saman og þú tekur með heim 10 stykki af A3 plakati í tveimur litum. Engar tölvur - bara þú, hendur þínar og hugur sem sleppa sköpunarkraftinum lausum.

Vinnubúðirnar:

- Stutt kynning á riso og vinnsluaðferðum við tveggja lita analog prent.

- Þú setur saman þitt A3 veggspjald með 'collage-aðferð' og notar til þess kol, blek, túss, ljósmyndir, letur o.fl. Við verðum ykkur innan handar í ferlinu.

- Prentum saman í tveimur litum að ykkar vali og allir vinir.

Athugið:

Farvi skaffar allt efni en þér er velkomið að koma með eigið útprentað efni (ljósmyndir eða grafík) en passa þarf að hafa það ekki stærra en A3 og ekki á stafrænu formi. Tölvupóstur er sendur út til þátttakenda með nánari upplýsingum daginn fyrir námskeið.

Námskeiðið hentar byrjendum sem og lengra komnum.

Staðsetning: Farvi , Álfheimar 4, 104 Reykjavík

Fjöldi þáttakenda: 6-8

Tímasetning: Klukkan 18.00

Lengd: +/- 3 klukkustundir

Verð: 14.900 kr.

Afbókun/endurgreiðsla: Til að fá námskeið endurgreitt að fullu þarf að afbóka fimm dögum fyrir námskeið - annars er endurgreitt að helming.

Breyting á dagsetningu: Breytingagjald þegar námskeið er flutt á milli dagsetninga er 1.500 kr. en 3.500 kr. ef það er gert innan við tveimur dögum fyrir námskeið.

Vinnubúðirnar eru einnig tilvaldar fyrir vina- og vinnustaðahópa til að koma saman og gera eitthvað skemmtilegt og skapandi sem skilur eftir góðar minningar. Fyrir nánari upplýsingar, hópapantanir eða aðrar dagsetningar hafið samband í síma 546 8225 eða mamma@farvi.is.

"Dóttir mín er mikil listakona og hana langaði að prófa nýjar aðferðir við að þróa listaverkin sín. Við ákváðum því að skella okkur mæðgurnar saman til Farva á Riso workshop. Þetta var alveg meiriháttar kvöldstund sem við ætlum klárlega að endurtaka.

Það sem var meiriháttar: Heimilislegur andi og nánast einkakennsla og leiðsögn í tækninni þar sem hópurinn var ákkúrat ekki of stór né lítill. Svo er bara svo langt síðan ég hef gefið mér tíma til að staldra við og teikna - eitthvað sem ég ætti að gera meira af. "

Þórhildur Laufey Sigurðardóttir - grafískur hönnuður

Shop here

  • Farvi 546 8225 Álfheimum 4, 104 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.