Product image

SAND JAKKAPEYSA

Yrja knit

Sand jakkapeysan er prjónuð með einföldu áferðarmynstri og laskaermum. Hún er fljótprjónuð á grófa prjóna, klassísk í sniði og passar við allt. Þegar prjónað er með yrjóttu garni myndast skemmtilegt samspil áferðar og lita sem erfitt er að fanga á mynd en gerir peysuna einstaka.

Prjónað er fram og til baka frá hálsmáli og niður en ermar eru prjónaðar í hring. Laskalykkjur skilja að ermar og …

Sand jakkapeysan er prjónuð með einföldu áferðarmynstri og laskaermum. Hún er fljótprjónuð á grófa prjóna, klassísk í sniði og passar við allt. Þegar prjónað er með yrjóttu garni myndast skemmtilegt samspil áferðar og lita sem erfitt er að fanga á mynd en gerir peysuna einstaka.

Prjónað er fram og til baka frá hálsmáli og niður en ermar eru prjónaðar í hring. Laskalykkjur skilja að ermar og bak- og framstykki, og er aukið út frá þeim niður berustykkið. Í lokin eru teknar upp lykkjur fyrir boðunga. Auðvelt er að aðlaga sídd og ermalengd að þörfum notandans.

Stærðir: 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 / Bolvídd peysu 97 – 102 – 108 – 114 – 123 – 133 sm.

Prjónafesta: 13 lykkjur og 20 umferðir í mynsturprjóni = 10×10 sm.

Prjónar: 40 og 100 sm langir hringprjónar nr 5 og 7, sokkaprjónar nr 5 – eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu. Ef töfralykkja er notuð þarf ekki sokka- og ermaprjóna.

Garn: PuF frá Gepard (50 g = 90 m) prjónað með Kid Seta frá Gepard (25 g = 210 m). Áætlað garnmagn PuF: 400-450-500-500-550-600 g og Kid Seta: 100-100-100-125-125-150 g.

Erfiðleikastig: 2 af 5, uppskriftin hentar bæði vönum og minna vönum prjónurum vel. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Uppfit og affelling. Útaukning og úrtaka til hægri og vinstri, einfalt áferðarmynstur, fitjað upp fyrir lykkjum í handvegi, lykkjur teknar upp, hnappagöt. Mynsturteikning sem sýnir útaukningar, helstu skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru í uppskriftinni.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.