Product image

Sjónarspil

Sjónarspil er skemmtilegt fjölskyldu- og partýspil sem nýtur sín best í góðra vina hópi. Leikmenn fá spjöld með lýsingarorðum og þurfa að velja þau spil sem lýsa meðspilurunum best. Það þarf að vanda valið, allir spilarar eru með sömu spil og hvert spil má bara nota einu sinni. Hver í hópnum er nördinn og hver er hjálpsamur? Það er ekkert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margi…
Sjónarspil er skemmtilegt fjölskyldu- og partýspil sem nýtur sín best í góðra vina hópi. Leikmenn fá spjöld með lýsingarorðum og þurfa að velja þau spil sem lýsa meðspilurunum best. Það þarf að vanda valið, allir spilarar eru með sömu spil og hvert spil má bara nota einu sinni. Hver í hópnum er nördinn og hver er hjálpsamur? Það er ekkert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margir eru sammála. Þú getur fylgt eigin sannfæringu og valið orð sem þér finnst lýsa meðspilurunum best eða sýnt kænsku og valið orð sem þú telur að flestir muni velja. Sjónarspil hentar frábærlega í vinahópinn því reglurnar eru einfaldar, spilatíminn er stuttur og allir gera á sama tíma - engin bið eftir öðrum. Sjónarspil inniheldur: - 8x50 spil (100 orð) - 8 peð - Spilaborð 18+ viðbótin inniheldur - 8x10 spil (20 ný orð) Spilatími er 15 mínútur (en okkar reynsla sýnir að flestir taka 2-3 umferðir) Að neðan fjallar annar hönnuða spilsins um spilið og frumgerðina að því. https://youtu.be/2pWLHSbnwDE

Shop here

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.