Product image

Slaufa

Þessir yndislegu sokkar eru hannaðir af Eddu Lilju í tilefni Bleiks októbers 2021. Þeir bera nafnið Slaufa, en nafnið vísar í mynstrið í sokkunum og svo er slaufa jú einkennandi fyrir Bleikan október. Sýnishornið er prjónað úr litnum Eir en sá litur er einnig hannaður í tilefni Bleiks októbers, nafnið Eir á sérlega vel við þar sem Eir er nafn lækningagyðju. Garn: Hvaða garn sem er sem er í finge…
Þessir yndislegu sokkar eru hannaðir af Eddu Lilju í tilefni Bleiks októbers 2021. Þeir bera nafnið Slaufa, en nafnið vísar í mynstrið í sokkunum og svo er slaufa jú einkennandi fyrir Bleikan október. Sýnishornið er prjónað úr litnum Eir en sá litur er einnig hannaður í tilefni Bleiks októbers, nafnið Eir á sérlega vel við þar sem Eir er nafn lækningagyðju. Garn: Hvaða garn sem er sem er í fingering grófleika, sem dæmi mætti nota Merino Nylon Sock , Perfect Sock eða BFL Nylon Sock . Prjónastærð: númer 2.5mm eða sú stærð sem þú nærð prjónfestu með. Td. 2mm ef þú prjónar mjög laus og 2.75 ef þú prjónar mjög fast Áhöld:  2 prjónamerki Prjónfesta: 32L yfir 10cm, slétt prjón Stærðir: Stærðirnar eru byggðar á ummáli utan um fótinn þar sem hann er breiðastur (c.a. þar sem fóturinn beygist þegar þú stendur á tám) Lítill : 20-21 cm Milli: 22-24 cm Stór: 25-26 cm

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.