„Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu framhjá mér, hefði hann ályktað: – Þarna er sú seka, – skækjan. Hvernig áttu þær að geta skilið mig?“
Ásta Sigurðardóttir (1930–1971) rótaði heldur betur upp í bæjartjörn Reykjavíkur þegar fyrsta smásagan hennar, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, birtist í tímaritinu L…
„Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu framhjá mér, hefði hann ályktað: – Þarna er sú seka, – skækjan. Hvernig áttu þær að geta skilið mig?“
Ásta Sigurðardóttir (1930–1971) rótaði heldur betur upp í bæjartjörn Reykjavíkur þegar fyrsta smásagan hennar, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, birtist í tímaritinu Líf og list 1951. Á næstu árum vakti hver sagan af annarri mikla athygli – Draumurinn , Í hvaða vagni, Gatan í rigningu – og safnið sem kom út 1961 varð sígilt um leið. Smásögur Ástu og dúkristur eru enn ferskar, ögrandi og þrungnar heitum tilfinningum. Þær eru íslensk nútímaklassík. Ásta, leikverk Ólafs Egils Egilssonar, byggt á ævi og skáldskap Ástu Sigurðardóttur, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið 2021.
„Fyrsta sagan eftir kvenrithöfund sem hefur það að hugsjón að ljóstra upp um karlrembuháttinn í íslensku samfélagi.“ STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON / TMM
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.