Þarfnast nettengingu við PlayStation 5 leikjatölvu. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Er stofan upptekin? Viltu kíkja í smá leik í bústaðnum án þess að þurfa að taka PS5 tölvuna með? Playstation Portal er fjarspilunartölva sem nýtir afl Playstation 5 vélarinnar þinnar sem keyrir leikinn og streymir mynd- & hljóðmerkinu í lófana þína í 8" 60Hz FHD skjá með sambyggðum stýripinna með helstu eiginleikum Dualsense fjarstýringa.
-
8" 1920x1080p skjár með allt að 60Hz endurnýjun
-
Sambyggður stýripinni með Dualsense eiginleikum
-
Haptic Feedback ásamt Adaptive Trigger tækni
-
Wi-Fi 5 þráðlaus nettenging & Playstation Link
-
Innbyggður hljóðnemi ásamt Stereo hátalarakerfi
-
Tengdu heyrnartól beint í 3.5mm Combo Jack tengi
-
Styður þráðlaus heyrnartól með PS Link samhæfni*
-
Allt að 8klst rafhlöðuending, USB-C hleðslutengi
* Virkar aðeins þráðlaust með Sony Pulse Elite og Pulse Explore heyrnartólum.
Hvernig virkar þetta?
-
Þú þarft að hafa aðgang að Playstation 5 leikjatölvu sem er annaðhvort í gangi eða í rest mode.
-
Bæði tæki þurfa stöðuga nettengingu. Lágmark 5mbps. Æskilegur hraði er frá 15mbps.
-
Portal sýnir sama mynd- & hljóðmerki sem PS5 sendir frá sér í sjónvarp/tölvuskjá án þess að stöðva það.
-
Aðeins ein Portal tölva getur tengst einni PS5 að hverju sinni.