Sparislaufan í ár er gullhúðað koparhálsmen í samlitri keðju með rósbleikum Swarovski kristal og slaufu sem hægt er að losa frá. Litur kristalsins minnir á róskvars og táknar því hjartað um leið og hann kallast á við lit rósettunnar. Hálsmenið er í senn stílhreint og fallegt og kemur í afar fallegum gjafaumbúðum.
Hönnuður Bleiku slaufunnar 2025 er Thelma Björk Jónsdóttir. Thelma Björk er men…
Sparislaufan í ár er gullhúðað koparhálsmen í samlitri keðju með rósbleikum Swarovski kristal og slaufu sem hægt er að losa frá. Litur kristalsins minnir á róskvars og táknar því hjartað um leið og hann kallast á við lit rósettunnar. Hálsmenið er í senn stílhreint og fallegt og kemur í afar fallegum gjafaumbúðum.
Hönnuður Bleiku slaufunnar 2025 er Thelma Björk Jónsdóttir. Thelma Björk er menntaður fatahönnuður og listakona og vinnur mikið með rósettur í sinni hönnun. Hún greindist með brjóstkrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með ólæknandi krabbameini.
Þegar Thelma Björk var að vinna hugmyndavinnuna fyrir Bleiku slaufuna leitaði hún í handavinnukisturnar sem hún erfði eftir ömmu sína og efst í einum bunkanum lá tilbúin slaufa eins og skilaboð til hennar. Hún segir hönnunina því vera eins konar samstarfsverkefni þeirra beggja.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.