Safnaðu ofurhetjunum saman og komið í veg fyrir að Thanos umturni heiminum. Óendanlegu steinarnir (e. Infinity Stones ) eru dreifðir um alheiminn. Notaðu kjarna þeirra til að ráða hetjur og skúrka, og safna stigum. Kallaðu Avengers saman, safnaðu staðsetningum og þegar þú ert klár, taktu hanskann! Veldu merkin þín vel, náðu í persónur til að safna stigum og bónusum. Bónusarnir hjálpa þér svo að n…
Safnaðu ofurhetjunum saman og komið í veg fyrir að Thanos umturni heiminum. Óendanlegu steinarnir (e. Infinity Stones ) eru dreifðir um alheiminn. Notaðu kjarna þeirra til að ráða hetjur og skúrka, og safna stigum. Kallaðu Avengers saman, safnaðu staðsetningum og þegar þú ert klár, taktu hanskann! Veldu merkin þín vel, náðu í persónur til að safna stigum og bónusum. Bónusarnir hjálpa þér svo að ná til enn stærri hetja, og að safna staðsetningum… þar til þú ert komin(n) með nóg til þess að keyra leikslok af stað. Jafnvel þótt Splendor Marvel noti kjarnann í reglum Splendor og er sett saman úr gæðaefnum, þá hefur það annan litastrúktúr, ný leikslok, og ný sigurskilyrði. Þú getur líka safnað stigum með Avengers Assemble flís sem gengur á milli leikmanna í spilinu. Ef þú kannt Splendor, þá er auðvelt að tileinka sér nýju reglurnar, en það mun taka tíma að ná tökum á spilinu. Og ef þú kannt ekki Splendor, þá muntu njóta þess hve fljótlegt er að læra reglurnar! https://youtu.be/4JvAWJbxvuU