Í Stóru bókinni um sous vide leiðir verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson matgæðinga í allan sannleika um undraheim sous vide. Í áraraðir hafa bestu veitingahús heims reitt sig á tæknina af einföldum ástæðum; matreiðslan er auðveld en skilar engu að síður nákvæmni, hreinleika og bragðið nýtur sín í ystu æsar.
Í bókinni eru leyndarmál matreiðslumeistara afhjúpuð, allt frá hinni fullkomnu st…
Í Stóru bókinni um sous vide leiðir verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson matgæðinga í allan sannleika um undraheim sous vide. Í áraraðir hafa bestu veitingahús heims reitt sig á tæknina af einföldum ástæðum; matreiðslan er auðveld en skilar engu að síður nákvæmni, hreinleika og bragðið nýtur sín í ystu æsar.
Í bókinni eru leyndarmál matreiðslumeistara afhjúpuð, allt frá hinni fullkomnu steik til crème brûlée á heimsmælikvarða. Hún er sniðin að þeim sem brenna af áhuga og metnaði fyrir matreiðslu og nú geta allir orðið meistarakokkar í eldhúsinu heima.
Viktor Örn Andrésson er margverðlaunaður matreiðslumaður sem hefur stundað sous vide eldamennsku til fjölda ára. Hann hefur starfað á Michelin-stöðum, verið valinn matreiðslumaður Íslands og Norðurlanda og árið 2017 hafnaði hann í þriðja sæti í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d’Or.
Útgáfuár: 2017, endurprentun 2018
Gerð: Innbundin
Síðufjöldi: 200
Hér má sjá smá sýnishorn úr bókinni:
Fyrir þá sem brenna af áhuga úr Viðskiptablaðinu
Bókin sem beðið hefur verið eftir af Mbl.is
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.