Product image

Sveitasæla. Góður matur – gott líf

Glæsileg bók úr smiðju matgæðinganna Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egils Hrafnssonar. Þessi gullfallega og girnilega bók er sannkölluð fróðleiksnáma um matargerð og gæði íslenskrar náttúru. Inga Elsa og Gísli Egill hafa komið sér fyrir í sveitasælunni með dætrum sínum og töfra fram klassíska rétti í óvæntum búningi sem og ýmsar spennandi nýjungar. Þau einbeita sér að innlendu hráefni, jafnv…

Glæsileg bók úr smiðju matgæðinganna Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egils Hrafnssonar. Þessi gullfallega og girnilega bók er sannkölluð fróðleiksnáma um matargerð og gæði íslenskrar náttúru. Inga Elsa og Gísli Egill hafa komið sér fyrir í sveitasælunni með dætrum sínum og töfra fram klassíska rétti í óvæntum búningi sem og ýmsar spennandi nýjungar. Þau einbeita sér að innlendu hráefni, jafnvel úr næsta nágrenni, brugga bjór, búa til salt og osta og nota óvenjulegt hráefni á borð við fífla, grenitoppa og þörunga. Þau sækja sér innblástur í matargerð frá ýmsum heimshornum en leggja þó megináherslu á norræna matargerð.

Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir af réttunum sem og stórfenglegri náttúrunni norðan heiða.

Fyrri bækur Ingu Elsu og Gísla Egils hafa notið fádæma vinsælda og hlotið verðskuldað lof. Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Eldað og bakað í ofninum heima var tilnefnd til verðlauna Hagþenkis.

Sveitasæla er 249 blaðsíður að lengd. Inga Elsa hannaði útlit bókarinnar og Gísli Egill er höfundur myndanna.

Shop here

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.