Þess vegna sofum við er tímamótaverk sem kannar innstu leyndardóma svefnsins og útskýrir hvernig við getum virkjað endurnýjunarmátt hans til að breyta lífi okkar til hins betra. Svefn hefur ávallt verið einn mikilvægasti þátturinn í lífi okkar, heilsu og langlífi en jafnframt sá sem við vissum einna minnst um, allt þar til vísindalegar uppgötvanir byrjuðu að varpa ljósi á hann fyrir tveimur á…
Þess vegna sofum við er tímamótaverk sem kannar innstu leyndardóma svefnsins og útskýrir hvernig við getum virkjað endurnýjunarmátt hans til að breyta lífi okkar til hins betra. Svefn hefur ávallt verið einn mikilvægasti þátturinn í lífi okkar, heilsu og langlífi en jafnframt sá sem við vissum einna minnst um, allt þar til vísindalegar uppgötvanir byrjuðu að varpa ljósi á hann fyrir tveimur áratugum. Hinn virti taugavísindamaður og svefnsérfræðingur, Matthew Walker, sýnir okkur nú á eftirminnilegan hátt hve lífsnauðsynlegur svefn er og hvernig hann styrkir hæfileika okkar til að læra og taka ákvarðanir, endurkvarðar tilfinningar, eflir ónæmiskerfið, stillir matarlystina og ýmislegt fleira. Þess vegna sofum við er snilldarleg, hrífandi, áreiðanleg og afskaplega aðgengileg bók sem kennir lesandanum að skilja og meta svefn og drauma á alveg nýjan hátt. Dr. Matthew Walker er prófessor í taugavísindum og sálfræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley, forstjóri Svefnrannsóknarstöðvarinnar þar og fyrrverandi prófessor í geðsjúkdómafræði við Harvard háskóla. „Taugasérfræðingur sýnir okkur hvernig góður nætursvefn geturgert okkur klárari, meira aðlaðandi, grennri, hamingjusamari, hraustari og bægtkrabbameinum frá“ – The Guardian um bókina Þess vegna sofum við. „Þetta er hvetjandi og mikilvæg bók sem ætti að lesa með það í huga að höfundurinn er, eins og hann segir sjáflur „huganfanginn af svefni og öllu sem honum fylgir“.“ – Financial Times