Vokey SM10 Black Vapor Limited Edition
Vokey kynnir til leiks SM10 Black Vapor fleygjárn í mjög takmörkuðu magni, aðeins 4 "sett" til landsins, koma í tveimur möguleikum :
50.08F - 54.10S - 58.08M
52.08F - 56.10S - 60.08M
Hrikalega flott Svart lúkk, svart Dynamic Gold Onyx skaft og sturlað Golf Pride Z Cord grip.
Það sem kylfingar munu sjá og upplifa með nýju SM1…
Vokey SM10 Black Vapor Limited Edition
Vokey kynnir til leiks SM10 Black Vapor fleygjárn í mjög takmörkuðu magni, aðeins 4 "sett" til landsins, koma í tveimur möguleikum :
50.08F - 54.10S - 58.08M
52.08F - 56.10S - 60.08M
Hrikalega flott Svart lúkk, svart Dynamic Gold Onyx skaft og sturlað Golf Pride Z Cord grip.
Það sem kylfingar munu sjá og upplifa með nýju SM10 fleygjárnunum er að boltinn mun fljúga lægra og með meiri spuna en áður á hærri gráðunum.
Hönnun SM10 raufanna má skipta í tvo hluta, (1) lágar gráður (46°-54°) eru hannaðar þannig að þær eru mjórri og eru skornar aðeins dýpri á meðan (2) hærri gráðurnar (56°-62°) eru örlítið víðari og ekki eins djúpar.
Meira tungsten er sett í tánna á SM10 til að minnka líkurnar á að kylfan lokist í gegnum höggið og minnkar þar með líkurnar á að kylfingur dragi höggið.
Gott er að hafa í huga að æskilegt er að hafa ekki meira en 4°-6° bil á milli fleygjárna.
Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í vali á fleygjárnum er svokölluð GRIND eða botninn á hausnum. Í heildina eru 6 mismunandi GRIND á SM10 fleygjárnunum :
F GRIND
M GRIND
S GRIND
D GRIND
T GRIND
K GRIND
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.