Product image

Tomcat Handy

Mobility ehf.

Uppgefið verð er miðað við grunnútgáfu. Endanlegt verð ræðst af völdum aukahlutum og gengi við greiðslu.

Öll hjólin frá Tomcat SNI eru sérsmíðuð fyrir notandann og er afgreiðslutími því í samræmi við það eða að jafnaði 10 til 12 vikur frá pöntun.

Til að bóka prufu og mátun á hjóli vinnsamlegast sendu póst á info@mobility.is

Tomcat þríhjólin eru framleidd í Bretlandi. Mik…

Uppgefið verð er miðað við grunnútgáfu. Endanlegt verð ræðst af völdum aukahlutum og gengi við greiðslu.

Öll hjólin frá Tomcat SNI eru sérsmíðuð fyrir notandann og er afgreiðslutími því í samræmi við það eða að jafnaði 10 til 12 vikur frá pöntun.

Til að bóka prufu og mátun á hjóli vinnsamlegast sendu póst á info@mobility.is

Tomcat þríhjólin eru framleidd í Bretlandi. Mikið af yfir 30 nýjungum sem Tomcat hefur kynnt á markað hafa orðið að framleiðslustöðlum á heimsvísu.

Hjólin frá Tomcat SNI eru einstök að því leitinu til að þau eru sérsmíðuð og aðlöguð sérstaklega með þarfir notandans í huga og eru því frábrugðin hefðbundnum þríhjólum þar sem notandinn þarf að aðlaga sig að hjólinu.

Tomcat Handy er handknúið þríhjól sem er hannað sérstaklega fyrir börn með takmarkaðaða eða enga hreyfigetu á fótum. Einnig er hægt að útbúa hjólið til að vera bæði hand og fótaknúið þar sem ávinninginnurinn er helst þá æfing fyrir allan líkamann sem styður við að bæta vöðvamassa og auka blóðflæði.

Handy er fyrsta handknúna þríhjólið til þess að bjóða uppá aðstoðarmannstýringu Carer Control sem stýrt er af aðstoðarmanni og gefur honum færi á að stjórna hjólinu alveg.

Einstök hönnun Handy styður sérstaklega við einhverf börn og önnur börn með ýmsar færniskerðingar. Mótvægi í drifhandföngum verkar á móti náttúrulegum pendúláhrifum, sem tryggir jafna mótstöðu sem auðveldara notkun til muna.

Ferkantað bólstrað sæti veitir góðan stuðning og stöðuleika, Með tvískiptum ramma er auðvelt að taka hjólið í sundur til að flytja á milli staða eða til geymslu. Einnig er boði hraðtengi á afturhjól svo hægt sé að taka þau af til að auðvelda flutning.

Hægt er að breyta hjólinu í hjólavagn með "Trailer-Trike™" togstönginni á örfáum sekúndum. Með Trailer-Trike™ getur notandinn notið þess að hjóla með og þar af auki hvílt sig á milli.

Heimasíða framleiðanda

Eiginleikar:

  • 1 eða 3ja gíra drif
  • Ýmsar stærðir í boði Handy hentar notendum frá 4 ára allt uppí 16+ ára.
  • Sérsmíðað fyrir notandann og aðlagað eftir þörfum hans
  • Létt aðeins 14kg að þyngd
  • Lítið sem ekkert viðhald
  • Stillanlegt stýri
  • Geometrísk hönnun hjólsins styður við rétta líkamsbeitingu
  • Val um handbremsu hægri eða vinstrimeginn á stýri

Valmöguleikar:

  • Aðstoðarmannastýri (Stýring, bremsa og hrað stjórnun aðstoðarmanns)
  • Handbremsa á aðstoðarmannarstýrinu (Neyðarbremsa fyrir aðstoðarmann þegar á þarf að halda)
  • Hand og fótknúið drif
  • Tvískiptur rammi sem hæg er að taka í sundur á örfáum sékundum
  • Snúnings sæti " Swivel Seat " fyrir auðveldara aðgengi
  • Transfer step™ Þrep sem auðveldar notanda að komast af og á hjólið
  • Trailer Trike™ breytir hjólinu í hjólavagn með einu handtaki
  • Griphanskar fyrir aukið grip
  • Í boði eru hefðbundnir pedalar, pedalar með böndum, pedalaskór með eða án banda eða pedalaskór með spelkum.
  • Belti og/eða klofkýll fyrir mjaðmarstuðning
  • Öryggis bakstoð "Tee Bar", há bakstoð, belti og/eða hliðararmar/púðar fyrir búk og hrygg.
  • Mjaðma belti og/eða bolbelti eða mittis stuðningur
  • Höfuðpúði eða höfuðpúði með hliðarpúðum sem styður við höfuð og hnakka
  • Flöskuhaldari, karfa að aftan með festingum og aurhlífar
  • "Quick Release rear Wheels" hraðtengi á afturhjól svo hægt sé að taka þau af
  • "Bionic Buddy™" rafdrifkerfi stjórnað af notanda eða aðstoðarmanni (3km/klst)

Hvað er sérstakt við Tomcat Handy þríhjólið?
Handy Þríhjólið er sérstaklega hannað með einhverf börn, börn með ýmsar færniskerðingar, skerta hreyfifærni og öryggi þeirra í huga. Handy er fallegt hjól með klassísku útliti með 1 eða 3ja gíra drifi sem í boði er að fá stjórnað af aðstoðarmanni eða notanda. Hjólið er hægt að fá með ýmsum aukabúnaði sem ekki eru í boði á öðrum handknúnum þríhjólum s.s. tvískiptur rammi, hjólavagn "Trailer-Trike™", fótadrifi og aðstoðarmanna stýring eða bremsa.

Hvað eru “Jafnvægis sveifar”?
Þegar börn hafa takmarkaðan styrk, slæma samhæfingu eða vegna aðra færniskerðinga geta þau átt erfitt með að skilja hvernig eigi að snúa sveifum á hefðbundnum handhjólum til að knýja hjólið áfram. Með því að útbúa drifið með jafnvægis sveifum sem verka til móts við notandann hefur Tomcat fundið lausn við þessu vandamáli.

Ath! Auglýst verð vöru er byggt á gengi íslenskrar krónu gagnvart erlendum viðmiðunarmyntum. Réttur er áskilinn til verðbreytinga vegna gengisbreytinga.

Shop here

  • Mobility ehf 578 3600 Urriðaholtsstræti 24, 210 Garðabæ

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.