BÁÐAR SMÁSKÍFUR TRÚBROTS FRÁ 1970 Á EINNI 10” PLÖTU
.
PLATAN INNIHELDUR AUKALAG SEM EKKI HEFUR ÁÐUR VERIÐ GEFIÐ ÚT Á VÍNYLPLÖTU.
10" kemur annars vegar út í takmörkuðu upplagi í 100 eintökum á lituðum split vínyl og hins vegar á hefðbundnum svörtum vínyl.
Fyrstu fimm lögin á plötunni voru hljóðrituð 15. mars 1970 í Metronome Studios í Kaupmannahöfn og …
BÁÐAR SMÁSKÍFUR TRÚBROTS FRÁ 1970 Á EINNI 10” PLÖTU
.
PLATAN INNIHELDUR AUKALAG SEM EKKI HEFUR ÁÐUR VERIÐ GEFIÐ ÚT Á VÍNYLPLÖTU.
10" kemur annars vegar út í takmörkuðu upplagi í 100 eintökum á lituðum split vínyl og hins vegar á hefðbundnum svörtum vínyl.
Fyrstu fimm lögin á plötunni voru hljóðrituð 15. mars 1970 í Metronome Studios í Kaupmannahöfn og komu út á tveimur litlum plötum sem báru raðnúmerin: DK 1693 og DK 1694, það sama ár.
Lagið Breyttu bara sjálfum þér var hljóðritað á sama tíma og fyrsta plata sveitarinnar, Trúbrot, 20. október 1969 í Trident Studios, London og var aldrei ætlað til útgáfu. Fyrir algera tilviljun fannst segulband með upptöku af laginu og var það gefið út sem aukalag á fyrstu CD útgáfu plötunnar árið 1992, þar sem hlutur Karls Sighvatssonar orgelleikara og Gunnars Jökuls Hákonarsonar trommuleikara þykir einkar athyglisverður.
Það þótti við hæfi að setja öll þessi lög á einu og sömu plötuna, þar sem hljómsveitin Trúbrot var skipuð sama mannskap þegar lögin voru hljóðrituð.
Lagalisti
HLIÐ A
1. Starlight
2. Hr. Hvít skyrta og bindi
3. A Little Song of Love
HLIÐ B
1. Ég sé það
2. Ég veit að þú kemur
Aukalag
3. Breyttu bara sjálfum þér
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.