Íris er framúrskarandi veirufræðingur sem stundar rannsóknir við Rannsóknarstofuna Surtsey í Vestmannaeyjum. Þar rannsakar hún áhrif umhverfis á óþekkta veiru sem fannst í hinni ungu og óbyggðu Surtsey. Þegar Smári, æskuvinur hennar og æskuást, er ráðinn aðstoðarmaður hennar á tilraunastofunni verður yfirmaðurinn Aron, fyrrverandi eiginmaður Írisar, órólegur og loft verður lævi blandið. Smári h…
Íris er framúrskarandi veirufræðingur sem stundar rannsóknir við Rannsóknarstofuna Surtsey í Vestmannaeyjum. Þar rannsakar hún áhrif umhverfis á óþekkta veiru sem fannst í hinni ungu og óbyggðu Surtsey. Þegar Smári, æskuvinur hennar og æskuást, er ráðinn aðstoðarmaður hennar á tilraunastofunni verður yfirmaðurinn Aron, fyrrverandi eiginmaður Írisar, órólegur og loft verður lævi blandið. Smári hefur í fórum sínum óvenjulegt mælitæki, eins konar lygamæli, sem hann er að þróa til þess að mæla heilindi og manngildi. Hann fær að gera tilraunir með tækið á tilraunastofunni og þegar veiran hættir að bæra á sér af óútskýranlegum ástæðum, kvikna hugmyndir um að tæki Smára sé um að kenna.
Undirferli er ástarsaga sem á frumlegan hátt fjallar um heilindi og svik, fornan vísdóm og nýjan, vítahringi ofbeldis – og verndun ósnortinnar eyju gagnvart yfirgangi og undirferli.
Oddný Eir Ævarsdóttir hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir bækur sínar, sem hlotið hafa ýmsar viðurkenningar og komið út víða um heim.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.